NBA dagsins: NBA hefur aldrei séð svona „tandurhreinan“ þrennuleik áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 15:01 James Harden náði sögulegri frammistöðu með liði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í nótt. Getty/Ronald Cortes James Harden náði sinni sjöundu þrennu í búningi Brooklyn Nets í nótt þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Það var þó eitt mjög sögulegt við þessa þrennu. Harden var með 30 stig, 15 stoðsendingar og 14 fráköst sem eru tölur sem hafa sést áður en það sem enginn annar hafði náð er að Harden tapaði á sama tíma ekki einum einasta bolta. Harden varð fyrsti leikmaðurinn í NBA, síðan farið var að halda utan um tapaða bolta á 1977-78 tímabilinu, sem nær að minnsta kosti 30 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum án þess að tapa bolta í leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 1. mars 2021) Þegar liðsfélagi hans Kyrie Irving var spurður út í frammistöðuna þá svaraði hann léttur að fólk gæti bara farið að venjast svona tölum frá kappanum. Brooklyn Nets liðið hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum og lítur mjög vel út í Austurdeildinni. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nugets vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. Luka Doncic var með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic. Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar. NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Harden var með 30 stig, 15 stoðsendingar og 14 fráköst sem eru tölur sem hafa sést áður en það sem enginn annar hafði náð er að Harden tapaði á sama tíma ekki einum einasta bolta. Harden varð fyrsti leikmaðurinn í NBA, síðan farið var að halda utan um tapaða bolta á 1977-78 tímabilinu, sem nær að minnsta kosti 30 stigum, 15 stoðsendingum og 10 fráköstum án þess að tapa bolta í leiknum. Klippa: NBA dagsins (frá 1. mars 2021) Þegar liðsfélagi hans Kyrie Irving var spurður út í frammistöðuna þá svaraði hann léttur að fólk gæti bara farið að venjast svona tölum frá kappanum. Brooklyn Nets liðið hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum og lítur mjög vel út í Austurdeildinni. Luka Doncic hjá Dallas Mavericks og Nikola Jokic hjá Denver Nugets vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. Luka Doncic var með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic. Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum leikjum sem og flottustu tilþrif næturinnar.
NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira