Halli valdi bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 16:30 Haraldur Þorvarðarson valdi fimm bestu félagaskipti tímabilsins í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Tvær Stjörnukonur voru á lista Haraldar Þorvarðarsonar yfir bestu félagaskipti tímabilsins í Olís-deild kvenna. Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01