Vinnumálastofnun gefur ekki upp nöfn þeirra vinnuveitenda sem um ræðir en leiða má líkur að því að annar þeirra sé verslanakeðjan Geysir sem lokaði verslunum sínum um þar síðustu mánaðamót og sagði upp starfsfólki þeirra. Geysir rak þrjár verslanir á Skólavörðustíg, eina í Kringlunni og aðra á Akureyri auk Fjallraven á Laugavegi.
Engar tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar en á árinu 2020 var alls tilkynnt um 141 hópuppsögn, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Hafa aldrei borist fleiri tilkynningar til Vinnumálastofnunar á einu ári.
11,6 prósent atvinnuleysi í janúar
Almennt atvinnuleysi mældist 11,6% í janúar og jókst úr 10,7% í desember en meðalfjölgun atvinnulausra var 527 í janúar.
Vegna heimsfaraldursins er gert ráð fyrir að talsverð fækkun verði á vinnumarkaði á fyrstu mánuðum ársins 2021 að sögn Vinnumálastofnunar og skýrir það allnokkra hækkun atvinnuleysis milli mánaða þrátt fyrir að atvinnulausum hafi ekki fjölgað að ráði.
Fréttin hefur verið uppfærð.