Harden með þrennu og það vantaði bara pínulítið upp á hjá þeim Doncic og Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 07:31 James Harden var frábær með liði Brooklyn Nets í nótt. Getty/Ronald Cortes Brooklyn Nets og Dallas Mavericks eru bæði að komast í gírinn í NBA-deildinni í körfubolta en topplið deildarinnar Utah Jazz fór ekki í góða ferð suður til Louisiana. James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111 NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
James Harden heldur áfram að safna þrennunum hjá Brooklyn Nets en kappinn bætti einni slíkri í safnið í nótt. Luka Doncic og Nikola Jokic vantaði báða aðeins eina stoðsendingu upp á að gera slíkt hið sama. Topplið Utah Jazz tapaði í New Orleans. @JHarden13 becomes first player to put up 30+ PTS, 10+ REB, 15+ AST with zero turnovers in a game since 1977-78!30 PTS | 14 REB | 15 AST | BKN OT W pic.twitter.com/8QHgS5mNDh— NBA (@NBA) March 2, 2021 James Harden var með 30 stig, 14 fráköst og 15 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 124-113 sigur á San Antonio Spurs í framlengdum leik. Spurs tryggði sér framlenginguna með því að enda fjórða leikhlutann á 10-0 spretti. Harden tapaði ekki einum bolta í leiknum sem var sögulegt ofan á slíkt framlag. Þetta var níundi sigur Brooklyn liðsins í síðustu tíu leikjum en Kyrie Irving skoraði 27 stig og Bruce Brown var með 23 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá Spurs og þeir Dejounte Murray og Lonnie Walker IV voru báðir með 19 stig. @luka7doncic's near triple-double of 33 PTS, 10 REB, 9 AST guides the @dallasmavs! #MFFL pic.twitter.com/Jg1lMfT3AI— NBA (@NBA) March 2, 2021 Luka Doncic var ótrúlega nálægt þrennunni þegar Dallas Mavericks vann 130-124 sigur á Orlandi Magic en Slóveninn endaði leikinn með 33 stig, 19 fráköst og 9 stoðsendingar. Jalen Brunson skoraði 17 af 24 stigum sínum í seinni hálfleik en Dallas hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og níu af síðustu tólf. Nikola Vucevic var með 29 stig, 15 fráköst og 8 stoðsendingar hjá Orlando en liðið tapaði sínum fjórða leik í röð. Joker drops 17 4th quarter PTS in @nuggets road victory! 39 PTS | 14 REB | 9 AST pic.twitter.com/v3dpnHbxNv— NBA (@NBA) March 2, 2021 Nikola Jokic var jafnstutt frá þrennunni og Doncic en hann var með 39 stig, 14 fráköst og 9 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 118-112 sigur á Chicago Bulls. Þetta hefði annars orðið fimmtugasta þrennan hans á NBA ferlinum. Jokic skoraði sautján stig í lokaleikhlutanum. Jamal Murray skoraði 24 stig og Michael Porter Jr. bætti við 17 stigum og 15 fráköstum í þriðja sigri Denver í síðustu fjórum leikjum. Zach LaVine var með 23 stig og 9 fráköst fyrir Chicago og Coby White bætti við 20 stigum og 10 fráköstum. Zion, Ingram, Lonzo all score 20+ in the @PelicansNBA W!@Zionwilliamson: 26 PTS, 10 REB, 5 AST@B_Ingram13: 26 PTS, 5 AST@ZO2_: 23 PTS, 7 REB, 8 AST pic.twitter.com/cD9R5kqET5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Zion Williamson átti mjög flottan leik þegar New Orleans Pelicans vann topplið Utah Jazz 129-124. Williamson endaði með 26 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar, Brandon Ingram skoraði 26 stig og Lonzo Ball bætti við 23 stigum, 7 fráköstum og 8 stoðsendingum. Bojan Bogdanovic skoraði sjö þrista og 31 stig fyrir Utah Jazz en þetta var aðeins áttunda tap liðsins á tímabilinu. Donovan Mitchell skoraði 8 af 21 stigi sínum á lokamínútunni þegar Utah gerði sig líklegt til að stela sigrinum. Rudy Gobert var með 22 stig, 9 fráköst og 5 varin skot. 24 PTS, 13 REB for @JoelEmbiid lifts the @sixers over IND! #HereTheyCome pic.twitter.com/WpScktVJD5— NBA (@NBA) March 2, 2021 Carmelo season-high @carmeloanthony buries 6 threes, scores 29 PTS to lead the @trailblazers! #RipCity pic.twitter.com/PnNQGp4JDn— NBA (@NBA) March 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Utah Jazz 129-124 San Antonio Spurs - Brooklyn Nets 113-124 Orlando Magic - Dallas Mavericks 124-130 Chicago Bulls - Denver Nuggets 112-118 Philadelphia 76ers - Indiana Pacers 130-114 Houston Rockets - Cleveland Cavaliers 90-101 Portland Trail Blazers - Charlotte Hornets 123-111
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum