„Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. mars 2021 20:42 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. „Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“ Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59