„Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er“ Anton Ingi Leifsson skrifar 1. mars 2021 20:42 Einar Árni Jóhannsson þjálfar Njarðvík vísir/bára Einar Árni Jóhannsson var, eins og gefur að skilja, virkilega svekktur eftir tap gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni í kvöld. Lokatölur 91-89, en heimamenn höfðu leitt með 10-15 stigum nánast allan leikinn. „Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“ Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi, við vorum að elta megnið af leiknum og 91 stig er bara helvíti mikið,“ sagði Einar Árni eftir tap kvöldsins. „Við hefðum getað gert margt miklu betur sóknarlega en það truflar mig meira hvað við vorum daprir í varnarleiknum.“ Það komu upp nokkur atvik í leiknum þar sem Einar átti nokkur vel valin orð við dómara leiksins, þar sem hann virtist ekki sáttur við þeirra ákvarðanir. „Ég sagði það við aðaldómarann að mér fannst ósamræmi að leikmaður hjá mér fái tæknivillu fyrir mótmæli á meðan að þrír leikmenn hjá heimaliðinu eru að garga á hann og kalla eftir villu. Ef þetta var tæknivilla á minn mann, fínt, hann þarf bara að hugsa um sitt, en það þarf að gilda það sama um alla en ekki bara einn, það er það sem ég var ósáttur við.“ Leikklukkan gekk í um það bil tvær mínútur þar sem staðan var röng, og Einar ræddi aðeins um það líka. „Klukkan gengur hérna í tvær mínútur og við vitum ekki hvernig staðan er, það er mjög óþægilegt. Vissulega var ekki skoruð karfa á meðan en við vorum bara að kalla eftir því að leikurinn yrði stoppaður og hlutirnir yrðu lagaðir. Ég veit að fólk gerir mistök og þetta fer ekkert með leikinn eða neitt svoleiðis. Ég hefði bara viljað sjá að leikurinn yrði stoppaður þannig það væri hægt að laga þetta. Það voru fjórar mínútur eftir og við vissum ekki hvernig staðan var, hvort við værum fimm stigum undir eða þremur eða sjö.“ Það er mjög þéttur pakki í deildinni í ár, en Einar hefur ekki áhyggjur af því að fjögur töp í seinustu fimm leikjum hafi of mikil áhrif á þeirra stöðu í deildinni. „Ég er ekki eins og þú að velta fyrir mér einhverju sem gerðist fyrir löngu síðan. Ég er bara að hugsa um daginn í dag og næsta leik. Maður er búinn að segja það í nánast hverju einasta viðtali að þetta er bara gríðarlega jöfn deild og við vorum að spila á móti liðinu sem hefur kannski verið heitast síðustu vikur. Það er engin skömm að hafa tapað fyrir þeim að þeirra heimavelli. Davíð og Emil, mínir gömlu félagar reyndust okkur erfiðir þegar þeir voru að búa til forskot og skutu boltanum vel. Ég er ekki að fara að hella mér í eitthvað svekkelsi lengur en bara Suðurstrandarveginn.“ Njarðvík spilar við KR á föstudaginn og Einar ræddi stuttlega um hann. „Það er bara recovery á morgun og við förum að skoða KR sem eru með gott lið og hafa verið að eflast með hverri vikunni og við verðum að bjóða upp á betri framistöðu en við gerðum í dag ef við ætlum að ná í sigur.“
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59 Mest lesið Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Körfubolti Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Enski boltinn Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Sport Liðslæknir Barcelona lést óvænt og leik kvöldsins frestað Fótbolti FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Íslenski boltinn Heimir svaraði fyrir sig í vinsælum spjallþætti Fótbolti Hákon Arnar og félagar með góðan sigur fyrir leikinn mikilvæga gegn Dortmund Fótbolti Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna Enski boltinn Valur tímabundið á toppinn Handbolti Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Njarðvík 91-89 | Naumur sigur Þórs Þórsarar unnu fjórða leik sinn í röð í Domino´s deildinni þegar Njarðvíkingar komu í heimsókn en þjálfarar Njarðvíkur hafa þjálfað Þórsliðið á síðustu árum. 1. mars 2021 19:59