Settu upp beint streymi af Keili ef það skyldi gjósa Vésteinn Örn Pétursson og skrifa 1. mars 2021 18:46 Úr streymi Víkurfrétta. Víkurfréttir/Skjáskot Staðarmiðillinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ sendir nú út beint streymi af fjallinu Keili, eftir að fregnir bárust af því að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga gætu verið að aukast. Streymið er tekið upp út um glugga á skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð, sem ritstjórinn segir hafa vaggað nánast stanslaust síðustu daga. Í samtali við Vísi segir Páll Hilmar Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, að dagurinn í dag sé einfaldlega búinn að „vera bara á hreyfingu.“ Svo mikill sé óróinn og hræringarnar á svæðinu, sem magnast svo upp eftir því sem farið er upp fleiri hæðir í húsinu. Bein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaBein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaPosted by Víkurfréttir on Monday, 1 March 2021 „Við erum á fjórðu hæð í fimm hæða skrifstofuhúsi í miðjum Reykjanesbæ og dagurinn í dag er bara búinn að vera á hreyfingu. Það var það sama fyrir helgina, á miðvikudaginn. Maður var bara með netta sjóriðu eftir daginn, hafandi verið hér megnið af deginum. Þetta er hátt hús og hreyfist talsvert,“ segir Páll. Á miðvikudag hófst skjálftahrina á Reykjanesskaga og stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Er hann sá stærsti í hrinunni til þessa. Páll segir að húsið hreyfist í talsvert langan tíma eftir að stærri skjálftar hafi riðið yfir á svæðinu. Starfsmenn séu ekki hræddir, en mörgum þykir þó nóg komið. „Við erum ekki beint hræddir, erum allavega hér við vinnu. En maður myndi alveg vilja losna við þetta. Þetta er svolítið mikið finnst okkur, og búið að vera óvenju lengi í dag,“ segir Páll. Varðandi streymið segir Páll að þegar fréttir hafi borist af því að líkurnar á eldgosi kynnu að vera að aukast, þá hafi verið ákveðið að skella myndavélinni út í glugga og beina beint að Keili. „Við erum með útsýni ansi víða. Þetta er glerhýsi, háhýsi hérna í Reykjanesbæ. Við horfum bara á Keili alla daga,“ segir Páll, sem virðist hvergi banginn þrátt fyrir að vera orðinn eilítið þreyttur á skjálftahrinunni sem nú er á sjötta degi. Uppfært: Streyminu er nú lokið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Páll Hilmar Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, að dagurinn í dag sé einfaldlega búinn að „vera bara á hreyfingu.“ Svo mikill sé óróinn og hræringarnar á svæðinu, sem magnast svo upp eftir því sem farið er upp fleiri hæðir í húsinu. Bein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaBein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaPosted by Víkurfréttir on Monday, 1 March 2021 „Við erum á fjórðu hæð í fimm hæða skrifstofuhúsi í miðjum Reykjanesbæ og dagurinn í dag er bara búinn að vera á hreyfingu. Það var það sama fyrir helgina, á miðvikudaginn. Maður var bara með netta sjóriðu eftir daginn, hafandi verið hér megnið af deginum. Þetta er hátt hús og hreyfist talsvert,“ segir Páll. Á miðvikudag hófst skjálftahrina á Reykjanesskaga og stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Er hann sá stærsti í hrinunni til þessa. Páll segir að húsið hreyfist í talsvert langan tíma eftir að stærri skjálftar hafi riðið yfir á svæðinu. Starfsmenn séu ekki hræddir, en mörgum þykir þó nóg komið. „Við erum ekki beint hræddir, erum allavega hér við vinnu. En maður myndi alveg vilja losna við þetta. Þetta er svolítið mikið finnst okkur, og búið að vera óvenju lengi í dag,“ segir Páll. Varðandi streymið segir Páll að þegar fréttir hafi borist af því að líkurnar á eldgosi kynnu að vera að aukast, þá hafi verið ákveðið að skella myndavélinni út í glugga og beina beint að Keili. „Við erum með útsýni ansi víða. Þetta er glerhýsi, háhýsi hérna í Reykjanesbæ. Við horfum bara á Keili alla daga,“ segir Páll, sem virðist hvergi banginn þrátt fyrir að vera orðinn eilítið þreyttur á skjálftahrinunni sem nú er á sjötta degi. Uppfært: Streyminu er nú lokið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira