Settu upp beint streymi af Keili ef það skyldi gjósa Vésteinn Örn Pétursson og skrifa 1. mars 2021 18:46 Úr streymi Víkurfrétta. Víkurfréttir/Skjáskot Staðarmiðillinn Víkurfréttir í Reykjanesbæ sendir nú út beint streymi af fjallinu Keili, eftir að fregnir bárust af því að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga gætu verið að aukast. Streymið er tekið upp út um glugga á skrifstofuhúsnæði á fjórðu hæð, sem ritstjórinn segir hafa vaggað nánast stanslaust síðustu daga. Í samtali við Vísi segir Páll Hilmar Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, að dagurinn í dag sé einfaldlega búinn að „vera bara á hreyfingu.“ Svo mikill sé óróinn og hræringarnar á svæðinu, sem magnast svo upp eftir því sem farið er upp fleiri hæðir í húsinu. Bein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaBein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaPosted by Víkurfréttir on Monday, 1 March 2021 „Við erum á fjórðu hæð í fimm hæða skrifstofuhúsi í miðjum Reykjanesbæ og dagurinn í dag er bara búinn að vera á hreyfingu. Það var það sama fyrir helgina, á miðvikudaginn. Maður var bara með netta sjóriðu eftir daginn, hafandi verið hér megnið af deginum. Þetta er hátt hús og hreyfist talsvert,“ segir Páll. Á miðvikudag hófst skjálftahrina á Reykjanesskaga og stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Er hann sá stærsti í hrinunni til þessa. Páll segir að húsið hreyfist í talsvert langan tíma eftir að stærri skjálftar hafi riðið yfir á svæðinu. Starfsmenn séu ekki hræddir, en mörgum þykir þó nóg komið. „Við erum ekki beint hræddir, erum allavega hér við vinnu. En maður myndi alveg vilja losna við þetta. Þetta er svolítið mikið finnst okkur, og búið að vera óvenju lengi í dag,“ segir Páll. Varðandi streymið segir Páll að þegar fréttir hafi borist af því að líkurnar á eldgosi kynnu að vera að aukast, þá hafi verið ákveðið að skella myndavélinni út í glugga og beina beint að Keili. „Við erum með útsýni ansi víða. Þetta er glerhýsi, háhýsi hérna í Reykjanesbæ. Við horfum bara á Keili alla daga,“ segir Páll, sem virðist hvergi banginn þrátt fyrir að vera orðinn eilítið þreyttur á skjálftahrinunni sem nú er á sjötta degi. Uppfært: Streyminu er nú lokið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Páll Hilmar Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, að dagurinn í dag sé einfaldlega búinn að „vera bara á hreyfingu.“ Svo mikill sé óróinn og hræringarnar á svæðinu, sem magnast svo upp eftir því sem farið er upp fleiri hæðir í húsinu. Bein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaBein útsending frá Keili og vettvangi jarðskjálftaPosted by Víkurfréttir on Monday, 1 March 2021 „Við erum á fjórðu hæð í fimm hæða skrifstofuhúsi í miðjum Reykjanesbæ og dagurinn í dag er bara búinn að vera á hreyfingu. Það var það sama fyrir helgina, á miðvikudaginn. Maður var bara með netta sjóriðu eftir daginn, hafandi verið hér megnið af deginum. Þetta er hátt hús og hreyfist talsvert,“ segir Páll. Á miðvikudag hófst skjálftahrina á Reykjanesskaga og stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð og fannst hann víða á Suðvesturhorninu. Er hann sá stærsti í hrinunni til þessa. Páll segir að húsið hreyfist í talsvert langan tíma eftir að stærri skjálftar hafi riðið yfir á svæðinu. Starfsmenn séu ekki hræddir, en mörgum þykir þó nóg komið. „Við erum ekki beint hræddir, erum allavega hér við vinnu. En maður myndi alveg vilja losna við þetta. Þetta er svolítið mikið finnst okkur, og búið að vera óvenju lengi í dag,“ segir Páll. Varðandi streymið segir Páll að þegar fréttir hafi borist af því að líkurnar á eldgosi kynnu að vera að aukast, þá hafi verið ákveðið að skella myndavélinni út í glugga og beina beint að Keili. „Við erum með útsýni ansi víða. Þetta er glerhýsi, háhýsi hérna í Reykjanesbæ. Við horfum bara á Keili alla daga,“ segir Páll, sem virðist hvergi banginn þrátt fyrir að vera orðinn eilítið þreyttur á skjálftahrinunni sem nú er á sjötta degi. Uppfært: Streyminu er nú lokið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent