Skjálftinn var af stærðinni 3,8 og mældist á 7,5 kílómetra dýpi um einn kílómetra suðvestan af Keili.
Annar skjálfti 4,2 að stærð mældist svo klukkan 14:12 á 7,3 kílómetra dýpi um 1,9 kílómetra suðvestur af Keili. Sá fannst ekki jafnvel á höfuðborgarsvæðinu og 3,8 skjálftinn.
Skjálfti 3,7 að stærð reið yfir suðvesturhornið um klukkan 13 í dag og fannst víða á suðvesturhorninu.
Fréttin hefur verið uppfærð.