Veðurstofa hefur fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp í Akranes og Borgarnes.
Vefur Veðurstofunnar liggur niðri eins og er og má draga þá ályktun að svo margir hafi heimsótt vefsíðuna vegna skjálftans að hún hafi ekki þolað álagið.
Að sögn vakthafandi veðurfræðings hafa hátt í tvö þúsund jarðskjálftar orðið í dag og þeir sem hafa verið yfir þremur að stærð eru að nálgast fjörutíu talsins.
Sex skjálftar yfir fjórum hafa riðið yfir í dag, sá síðasti klukkan 19:01 en hann var 4,7 að stærð.