Rétti tíminn fyrir aukna velferð er núna Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 1. mars 2021 09:00 Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun