Rétti tíminn fyrir aukna velferð er núna Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 1. mars 2021 09:00 Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar