Sebastian: Eigum við ekki að leyfa Lalla að halda að hann sé enn í skuld? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2021 17:42 Lárus Helgi Ólafsson varði frábærlega í marki Fram gegn KA. vísir/elín björg Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði að sterk vörn hefði lagt grunninn að sigrinum á KA í dag. „Fyrir leik sagði ég að ef allt færi eftir bókinni yrði lítið skorað. Þeir eru með frábæra vörn og frábæran markvörð og eru fljótir fram. Mér fannst við leysa varnarleikinn frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að Ægir [Hrafn Jónsson] er meiddur og Þorvaldur [Tryggvason] veikur,“ sagði Sebastian við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni. „En aðrir stigu upp og ég er mest ánægður hvernig við leystum sjö á sex í vörninni eftir að hafa kolfallið á því prófi gegn Gróttu.“ Lárus Helgi Ólafsson var magnaður í marki Fram og varði nítján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Sebastian var að vonum ánægður með frammistöðu Lárusar. „Ég er ógeðslega ánægður með að verða fyrstir til að stöðva þetta áhlaup KA. Lalli gaf okkur nokkur atriði á mikilvægum augnablikum þegar þeir hefðu getað náð áhlaupi sem þeir hafa verið svo frægir fyrir í vetur,“ sagði Sebastian. „Lalli er búinn að vera pínu sár út í það hvað hann var slappur gegn Gróttu og sagðist skulda tvö stig og borgaði þau svo sannarlega í dag. En eigum við nokkuð að segja honum frá því? Eigum við ekki að leyfa honum að halda að hann sé enn í skuld?“ sagði Sebastian léttur. Þjálfarinn var nokkuð sáttur með sóknarleik Frammara í dag. „Vörnin þeirra er frábær. Vilhelm Poulsen náði sér engan veginn á strik í dag. Í ljósi þess er þetta ótrúlega gott. Þetta var ofboðslega mikil þolinmæðisvinna. Það er erfitt að finna glufur á vörninni þeirra sem er góð. Þeir láta andstæðinginn taka skot sem henta markverðinum og þess vegna er erfitt að freistast ekki til að taka fyrsta sénsinn. En við náðum því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sebastian. „Mest af öllu er ég ánægður með að vera kominn með innbyrðis á þá. Þess vegna tók ég leikhlé undir lokin. Það skiptir máli að menn slaki ekki á. Maður veit aldrei. Af fenginni reynslu á ferlinum geta svona atriði skipt máli. En til öryggis vildi ég vera viss um að við hefðum innbyrðis á þá.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég að ef allt færi eftir bókinni yrði lítið skorað. Þeir eru með frábæra vörn og frábæran markvörð og eru fljótir fram. Mér fannst við leysa varnarleikinn frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að Ægir [Hrafn Jónsson] er meiddur og Þorvaldur [Tryggvason] veikur,“ sagði Sebastian við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni. „En aðrir stigu upp og ég er mest ánægður hvernig við leystum sjö á sex í vörninni eftir að hafa kolfallið á því prófi gegn Gróttu.“ Lárus Helgi Ólafsson var magnaður í marki Fram og varði nítján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Sebastian var að vonum ánægður með frammistöðu Lárusar. „Ég er ógeðslega ánægður með að verða fyrstir til að stöðva þetta áhlaup KA. Lalli gaf okkur nokkur atriði á mikilvægum augnablikum þegar þeir hefðu getað náð áhlaupi sem þeir hafa verið svo frægir fyrir í vetur,“ sagði Sebastian. „Lalli er búinn að vera pínu sár út í það hvað hann var slappur gegn Gróttu og sagðist skulda tvö stig og borgaði þau svo sannarlega í dag. En eigum við nokkuð að segja honum frá því? Eigum við ekki að leyfa honum að halda að hann sé enn í skuld?“ sagði Sebastian léttur. Þjálfarinn var nokkuð sáttur með sóknarleik Frammara í dag. „Vörnin þeirra er frábær. Vilhelm Poulsen náði sér engan veginn á strik í dag. Í ljósi þess er þetta ótrúlega gott. Þetta var ofboðslega mikil þolinmæðisvinna. Það er erfitt að finna glufur á vörninni þeirra sem er góð. Þeir láta andstæðinginn taka skot sem henta markverðinum og þess vegna er erfitt að freistast ekki til að taka fyrsta sénsinn. En við náðum því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sebastian. „Mest af öllu er ég ánægður með að vera kominn með innbyrðis á þá. Þess vegna tók ég leikhlé undir lokin. Það skiptir máli að menn slaki ekki á. Maður veit aldrei. Af fenginni reynslu á ferlinum geta svona atriði skipt máli. En til öryggis vildi ég vera viss um að við hefðum innbyrðis á þá.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30 Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti