Skjálftinn átti upptök sín á sama stað og skjálfti sem varð í morgun og var 4 að stærð, í grennd við Fagradalsfjall á Reykjanesi.
Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni var í miðju símaviðtali við fréttamann þegar skjálftinn reið yfir.
„Nú er einn sem ríður yfir. Þetta eru 21 skjálftar að stærð þrír yfir miðnætti,“ sagði Kristín.
Hvað heldur þú að þessi sem var að ganga yfir sé stór?
„Allra fyrsta stærð sem ég sé hér er 4,2 en það er of snemmt að segja til um endanlega tölu. Hann er allavegana yfir þremur.“
Búast má við áframhaldandi skjálftum í dag
Hún segir að bíða þurfi og sjá hvernig framhaldið verður.
„Við erum greinilega í miðjum atburði núna þannig að við getum alveg búist við því að þetta verði svona fram eftir degi,“ sagði Kristín sem bætir því við að virknin sé á tveimur stöðum.
„Annars vegar norðanlega í Fagradalsfjalli og hins vegar við Trölladyngju.“
Enn er fylgst með gasmælingum.
„Við erum enn að fylgjast með því og ekki komin með nein afgerandi gögn sem gefa annað í kynna en að þetta séu landrekshreyfingar.“