Miðvikudaginn 24. febrúar síðastliðinn hófst skjálftahrina á Reykjanesi sem hefur staðið yfir síðan.
Upp úr miðnætti í nótt varð skjálfti sem var 4,7 að stærð um þrjá kílómetra suðvestur af Keili. Stærsti skjálftinn síðan þá varð nú í morgun klukkan 07:54, en hann var 4 að stærð og átti upptök sín skammt frá Fagradalsfjalli.
Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í gær að svo virtist sem skjálftavirknin færðist í suðvestur, nær byggð í Grindavík. Elísabet segir einhverja skjálfta vera við suðvesturhorn Fagradalsfjalls.
„Það gerðist eftir skjálftann í gærmorgun. Það er bara eðlilegt að það verði spennubreyting eftir stærri skjálfta. Virknin er aðallega norðaustan við Fagradalsfjall,“ segir Elísabet. Því hafi ekki orðið nein grundvallarbreyting á hrinunni sem hefur staðið yfir síðustu daga.