Þegar viðkomandi kom að skápnum var búið að taka föt hans, síma og fjármuni úr skápnum. Gesturinn fann hins vegar föt sín í öðrum skáp. Lögregla er með málið til rannsóknar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þá var kona handtekin á ellefta tímanum eftir að tilkynnt var að hún hefði reynt að ráðast á dyravörð. Konan var vistuð í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins.
Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var þá tilkynnt um umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður hafði keyrt á staur og reynt að fara af vettvangi á bifreiðinni, sem var óökufær. Viðkomandi var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur.