Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2021 23:40 Samkvæmt útreikningum á hraunflæðilíkum er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes verði af gosi. HÁSKÓLI ÍSLANDS Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Mesta virknin er nú norðaustan við Fagradalsfjall. Í dag hafa tæplega sextíu skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 22.38 og mældist sá 4,9 að stærð um 3 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, í Vestmannaeyjum, austur í Rangárvallarsýslu og upp Borgarfjörð. Spáin breytt Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn birti á Facebook í kvöld breytta eldsuppkomuspá sem byggð er á rannsóknum á Reykjanesi í gegnum árin að viðbættum þeim atburðum sem áttu sér stað í dag. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær og fram til klukkan 17 í dag er spáin samkvæmt myndinni hér að neðan. Það er innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði samkvæmt spákortinu.HÁSKÓLI ÍSLANDS „Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju.“ segir í færslu hópsins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að enn sjáist engin merki um eldvirkni á svæðinu. Eldfjallafræði og náttúruvárhópurinn lauk mælingum á hraunflæðilíkum í kvöld og samkvæmt þeim er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes ef af gosi verður. „Þá er útreikningum á hraunflæðilíkum lokið. Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miða við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst Mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Mesta virknin er nú norðaustan við Fagradalsfjall. Í dag hafa tæplega sextíu skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 22.38 og mældist sá 4,9 að stærð um 3 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, í Vestmannaeyjum, austur í Rangárvallarsýslu og upp Borgarfjörð. Spáin breytt Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn birti á Facebook í kvöld breytta eldsuppkomuspá sem byggð er á rannsóknum á Reykjanesi í gegnum árin að viðbættum þeim atburðum sem áttu sér stað í dag. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær og fram til klukkan 17 í dag er spáin samkvæmt myndinni hér að neðan. Það er innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði samkvæmt spákortinu.HÁSKÓLI ÍSLANDS „Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju.“ segir í færslu hópsins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að enn sjáist engin merki um eldvirkni á svæðinu. Eldfjallafræði og náttúruvárhópurinn lauk mælingum á hraunflæðilíkum í kvöld og samkvæmt þeim er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes ef af gosi verður. „Þá er útreikningum á hraunflæðilíkum lokið. Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miða við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst Mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36 Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43
Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18
Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36