Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2021 19:36 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/Baldur Hrafnkell Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á suðvesturhorninu frá því að hrinan hófst. Jörð nötrar á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag og ekkert lát virðist vera á skjálftavirkninni sem verið hefur á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr hádegi en um þrjátíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag. Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust fjórtán jarðskjálftar 3 til 4,4 að stærð. Þeir hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi. Þessi virkni er með upptök í nágrenni við stærsta skjálfta hrinunnar sem reið yfir í fyrradag og var 5,7 að stærð. Mikil óvissa Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, segir að óvissa ríki um framhaldið. „Það er auðvitað mikil óvissa. Við erum greinilega bara í miðri hrinu þannig að það er erfitt að spá í framhaldið. Það leit allt út fyrir það í gær og í morgun að það væri að draga úr þessu en svo tekur hrinan sig upp að nýju. Þetta er svo sem eitthvað sem við höfum séð áður. Þær eiga þetta til þessar hrinur.“ Þannig það er óvissuástand? „Já það er óvissuástand, ég myndi segja það,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar2. Hún segir enn engin merki um eldvirkni. „Á meðan að hrinan er i gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5. Þá erum við að horfa fyrst og fremst á svæðið á milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla að þar gæti komið stærri skjálfti. Virknin sem við höfum séð núna undanfarinn sólarhring er að mestu bundið við Fagradalsfjall og það er frægt fyrir miklar hrinur. Við sjáum engin merki um eldvirkni,“ sagði Kristín. Búið að draga upp líklegustu sviðsmyndirnar En gæti verið kvikuinnskot eða kvika á hreyfingu sem kemur ekki í ljós? „Já það er ekki hægt að útiloka að slíkt sé í gangi en það er allavegana ekkert sem kemur fram á þessum myndum og engar afgerandi mælingar sem við höfum fengið sem benda til þess að það sé eitthvað grunnt en það er ekki hægt að útiloka það að það sé dýpri kvikuvirkni í gangi,“ sagði Kristín. „Auðvitað er það þannig að þetta belti, það eru bæði þessar landrekshreyfingar sem marka það og líka eldvirkni og það má segja að 90 prósent af kviku sem kemur inn í kerfið festist inni í skorpunni, það er bara 10 prósent sem kemur upp,“ sagði Kristín. Ákveðin tímamót Er þetta áhyggjuefni? „Það er alltaf óþægilegt þegar það er óvissa en ég held að við höfum dregið upp þessar líklegu sviðsmyndir.“ Kristín segir að leita þurfi aftur um fimmtíu ár til að finna sambærilega hrinu og nú hér á landi „Þannig þetta eru tímamót núna.“ Vísir hefur fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni sem er neðst í fréttinni hér að neðan. Þar má sjá umfjöllun um skjálftahrinuna í dag sem og síðustu tvo sólarhringa. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 17:37 Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 13:12 Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á suðvesturhorninu frá því að hrinan hófst. Jörð nötrar á suðvesturhorninu þar sem stórir jarðskjálftar hafa mælst í dag og ekkert lát virðist vera á skjálftavirkninni sem verið hefur á Reykjanesi undanfarna tvo sólarhringa. Stór skjálfti að stærð 4,4 reið yfir upp úr hádegi en um þrjátíu skjálftar yfir þrír að stærð hafa mælst í dag. Á milli klukkan 11:59 og 14:00 mældust fjórtán jarðskjálftar 3 til 4,4 að stærð. Þeir hafa allir fundist á höfuðborgarsvæðinu og þeir stærstu einnig á Suðurlandi, á Akranesi og í Borgarnesi. Þessi virkni er með upptök í nágrenni við stærsta skjálfta hrinunnar sem reið yfir í fyrradag og var 5,7 að stærð. Mikil óvissa Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur, segir að óvissa ríki um framhaldið. „Það er auðvitað mikil óvissa. Við erum greinilega bara í miðri hrinu þannig að það er erfitt að spá í framhaldið. Það leit allt út fyrir það í gær og í morgun að það væri að draga úr þessu en svo tekur hrinan sig upp að nýju. Þetta er svo sem eitthvað sem við höfum séð áður. Þær eiga þetta til þessar hrinur.“ Þannig það er óvissuástand? „Já það er óvissuástand, ég myndi segja það,“ sagði Kristín í kvöldfréttum Stöðvar2. Hún segir enn engin merki um eldvirkni. „Á meðan að hrinan er i gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5. Þá erum við að horfa fyrst og fremst á svæðið á milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla að þar gæti komið stærri skjálfti. Virknin sem við höfum séð núna undanfarinn sólarhring er að mestu bundið við Fagradalsfjall og það er frægt fyrir miklar hrinur. Við sjáum engin merki um eldvirkni,“ sagði Kristín. Búið að draga upp líklegustu sviðsmyndirnar En gæti verið kvikuinnskot eða kvika á hreyfingu sem kemur ekki í ljós? „Já það er ekki hægt að útiloka að slíkt sé í gangi en það er allavegana ekkert sem kemur fram á þessum myndum og engar afgerandi mælingar sem við höfum fengið sem benda til þess að það sé eitthvað grunnt en það er ekki hægt að útiloka það að það sé dýpri kvikuvirkni í gangi,“ sagði Kristín. „Auðvitað er það þannig að þetta belti, það eru bæði þessar landrekshreyfingar sem marka það og líka eldvirkni og það má segja að 90 prósent af kviku sem kemur inn í kerfið festist inni í skorpunni, það er bara 10 prósent sem kemur upp,“ sagði Kristín. Ákveðin tímamót Er þetta áhyggjuefni? „Það er alltaf óþægilegt þegar það er óvissa en ég held að við höfum dregið upp þessar líklegu sviðsmyndir.“ Kristín segir að leita þurfi aftur um fimmtíu ár til að finna sambærilega hrinu og nú hér á landi „Þannig þetta eru tímamót núna.“ Vísir hefur fylgst með gangi mála jafnóðum í vaktinni sem er neðst í fréttinni hér að neðan. Þar má sjá umfjöllun um skjálftahrinuna í dag sem og síðustu tvo sólarhringa.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 17:37 Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 13:12 Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Ekkert lát á snörpum skjálftum Snarpur skjálfti 4,4 að stærð reið yfir á suðvesturhorninu um klukkan 16:48 og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. 26. febrúar 2021 17:37
Sjá ekki nein merki um gosóróa Vísindamenn Veðurstofu Íslands sjá engin merki um gosóróa á Reykjanesi. Ekkert lát er hins vegar á jarðskjálftavirkni á svæðinu sem sést best á því að á innan við hálftíma nú í hádeginu urðu fimm mjög snarpir skjálftar sem allir áttu upptök sín um tvo kílómetra norður af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 13:12
Grindavík hristist á ný Tveir snarpir jarðskjálftar hafa orðið nú í hádeginu á Reykjanesinu. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir bæjarbúa hafa fundið vel fyrir þeim báðum og að það hafi hrist vel. Íbúar séu orðnir flestu vanir eftir síðustu tvo daga. „Þetta venst en það er óþægilegt ef þeir eru mjög stórir,“ segir Fannar. 26. febrúar 2021 12:34