Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:04 Almennir borgara verða einna helst varir við starfsemi hópanna sem fórnarlömb svika, innbrota og þjófnaða. Vísir/Vilhelm Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti. Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti.
Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira