A mensagem que nunca pensámos partilhar: o nosso querido Alfredo Quintana partiu hoje. Serás para sempre lembrado como um dos nossos. Um verdadeiro Dragão. Descansa em paz, Eterno Quintana!
— FC Porto (@FCPorto) February 26, 2021
#FCPorto #FCPortoSports pic.twitter.com/3bEf1714gO
Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto á mánudaginn. Hann var í kjölfarið fluttur á Sao Joao sjúkrahúsið þar sem hann lést í dag.
Íslendingar fengu að kynnast Quintana vel í síðasta mánuði þegar Ísland og Portúgal mættust þrisvar sinnum, tvisvar sinnum í undankeppni EM og svo á HM í Egyptalandi.
Quintana fæddist á Kúbu en fluttist seinna til Portúgals og fékk portúgalskan ríkisborgararétt.
Hann lék um sjötíu landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska liðinu sem endaði í 6. sæti á EM 2020 og 10. sæti á HM 2021.
Quintana gekk í raðir Porto 2010 og varð sex sinnum portúgalskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.