Er þetta stærsti skjálftinn sem mælst hefur síðan á miðnætti en um 600 skjálftar hafa mælst frá þeim tíma á Reykjanesi.
Klukkan 05:58 mældist skjálfti að stærðinni 2,9 en aðrir skjálftar í nótt og morgun hafa verið minni, flestir undir tveimur.
Engin merki eru um gosóróa á svæðinu og skjálftavirknin er enn bundin við það sama svæði og verið hefur, það er á um tuttugu kílómetra kafla sem nær frá Kleifarvatni að Grindavíkurvegi.
Virknin hefur því ekki færst austar, það er í Brennisteinsfjöll, en vísindamenn hafa varað við því að á því svæði gæti orðið skjálfti allt að 6,5 að stærð.
Tilkynning Veðurstofunnar:
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er en í gangi. Frá því um miðnætti hafa mælst um 600 jarðskjálftar á svæðinu.
Einn skjálfti af stærð 3,2 mældist núna í morgun kl. 08:37, 2,1 km A af Fagradalsfjalli, skjálftinn fannst á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Aðrir skjálftar frá því um miðnætti hafa verið minni.
Frá því að hrinan hófst hafa mælst hátt í 5000 skjálftar á svæðinu.