„Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 07:00 Líf Magneudóttir segist oft ulla á börnin sín án þess að það sé eitthvert stórmál. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Fleiri fréttir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Sjá meira
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning