Aron lék ekki með íslenska liðinu á HM í Egyptalandi í síðasta mánuði vegna meiðsla. Hann hefur hins vegar fengið bót meina sinna og verður með íslenska liðinu í leiknum í Ísrael 11. mars.
Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson og Magnús Óli Magnússon, sem leika í Olís-deildinni og voru með á HM í Egyptalandi, eru ekki í hópnum sem telur sextán leikmenn.
Hægri skytturnar Alexander Petersson og Kristján Örn Kristjánsson sem voru með á HM eru heldur ekki í hópnum en þeir hafa glímt við meiðsli.
Einn nýliði er í hópnum, Óskar Ólafsson sem leikur með Drammen í Noregi. Hann var valinn í íslenska hópinn fyrir leikinn gegn Litáen í nóvember en var ekki á skýrslu í leiknum sjálfum.
Landsliðshópurinn
Markverðir:
- Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding (38/1)
- Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG (22/1)
Vinstra horn:
- Bjarki Már Elísson, Lemgo (79/219)
- Oddur Grétarsson, Balingen-Weistetten (26/36)
Vinstri skytta:
- Aron Pálmarsson, Barcelona (149/579)
- Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (131/258)
- Óskar Ólafsson, Drammen (0/0)
Leikstjórnendur:
- Elvar Örn Jónsson, Skjern (43/111)
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (32/51)
Hægri skytta:
- Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (53/139)
- Viggó Kristjánsson, Stuttgart (18/44)
Hægra horn:
- Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC (120/341)
- Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce (36/73)
Línumenn:
- Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (60/75)
- Elliði Viðarsson, Gummersbach (13/14)
- Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen (50/23)