Lokum spilakössunum! Ögmundur Jónasson skrifar 25. febrúar 2021 10:31 Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. Tekið ofan Ég tek ofan fyrir fólkinu sem mætti á vikulega laugardagsfundi okkar, áhugafólks um að sporna gegn freistingum spilafíkla á tíunda áratug síðustu aldar. Þá fundi sóttu spilafíklar, aðstandendur þeirra og áhugafólk um að tekið yrði á meininu, það er spilakassa-ómenningunni í heild sinni, og þar á meðal þeim sem kössunum eru háðir á þann hátt að þeir hagnast á þeim, fá afraksturinn í sína vasa. Það eru ekki þeir sem spila heldur hinir sem hafa spilarana að féþúfu. Það eru Háskóli Íslands, Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Til skamms tíma var SÁÁ einnig í þessum hópi en hefur nú sagt sig frá honum. Fyrir bragðið tek ég ofan fyrir SÁÁ. Og ég tek ofan fyrir verktakanum, vini mínum, sem missti allt sitt vegna spilafíknar konu sinnar. Aldrei hallaði hann á hana orði í mín eyru en heift hans beindist gegn þeim sem eyðilögðu líf konu hans og felldu fyrirtæki hans. Hann fór í mál við Rauða kross Íslands en því var vísað frá. Eins og máli Guðlaugs Karlssonar sem tapaði heilsunni og öllum eignum. Hann vildi til Mannréttindadómstólsins í Strassborg með sitt mál en var vísað frá, því Mannréttindadómstóllinn var upptekinn við önnur mikilvægari mál - að eigin mati - sem kunnugt er. Ég tek ofan fyrir Júlíusi Þór Júlíussyni, sjómanni á verksmiðjutogurum, sem fór með allar tekjur sínar úr Smugunni í kassana hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands (væntanlega til að styrkja hana, enda veitir ekki af), hann stofnaði samtök, hélt lengi út en brast – enda einn. En þá kom þjóðin Síðan kom Alma Hafsteins og félagar hennar í Samtökum áhugafólks um spilafíkn og hóf baráttuna upp á næsta þrep, að sjálfsögðu á grunni sem framangreindir aðilar og margir aðrir höfðu tekið þátt í að leggja, en með slíkum krafti, rökvísi og sanngirni að allir taka undir eða allflestir. Og nú kom þjóðin. Hún sagði í stórri skoðanakönnun Gallups síðastliðið vor: Lokum spilakössunum. 86% sögðu þetta og allar kannanir í kjölfarið, nú síðast hjá Vísi. Þessar kannanir staðfesta að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill loka þessum óþurftarkössum sem lagt hafa líf svo margra í rúst.En hver eru svo viðbrögðin? Öll segja þau: Ekki ég Nú bregður svo við að enginn vill kannast við sína ábyrgð. Eins og í ævintýrinu um litlu gulu hænuna þá eru þau mörg sem vilja borða kökuna án þess þó að vilja nokkuð leggja á sig við baksturinn: Öll segja: Ekki ég! Dómsmálaráðherrann segir að spilafíkn verði ekki læknuð með löggjöf. Ég leyfi mér að benda á að enginn er að halda því fram, en við erum mörg sem teljum að löggjöf geti nært og örvað spilafíkn. Hvort hægt er að lækna siðblindu með lögum er svo önnur saga. Menntamálaráðherrann segir að málið sé ekki á hennar ábyrgð þótt Háskóli Íslands og þar með Siðfræðistofnun hans heyri undir ráðuneyti hennar. Heilbrigðisráðherrann segir að málið komi sér ekki við. Kassarnir hafi verið opnaðir vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafi talið það óhætt – enda sprittbrúsar hafðir við hvern kassa. En hlýtur það ekki að teljast til heilbrigðismála þegar fólk verður örvinglað og sviptir sig lífi vegna þess að fjárhagurinn og þá einnig heilsan er farin í „góðgerðarmálin”? Forsætisráðherrann var spurður á opnu samfélagsspjalli um afstöðu til málsins en kaus að svara frekar um enska boltann. Rektor Háskóla Íslands segir að rekstur spilakassa samræmist gildum Háskóla Íslands. Skyldi það vera almennt viðhorf innan veggja þessarar æðstu menntastofnunar okkar? Rauði krossinn segir að ef takmarka eigi aðgengi spilara verði ríkið að borga honum mismuninn. Getur það verið, spyr ég: Að ef ekki komi peningar frá ríkinu muni Rauði krossinn áfram níðast á spilafíklum? Talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerist stóryrtur og segir að spilafíklar fari í manninn en ekki málefnið, sín samtök hafi viljað aðrar lausnir en við samtök spilafíkla sé hins vegar ekki hægt að eiga samræðu á sanngirnisnótum. Málefnaleg samtök gegn spilafíkn! Ég hef fylgst með þessari umræðu og leyfi mér að fullyrða að Samtök áhugafólks um spilafíkn hafi alltaf verið málefnaleg og farið í málefnið en ekki manninn. Hins vegar hefur komið fram að þau hafi skrifað öllum björgunarsveitum í landinu bréf og spurt um afstöðu þeirra til þess að vera fjármagnaðar af fólki sem þyrfti að bjarga, sem væri jú viðfangsefni þeirra. Kannski er það þetta sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallar að fara í manninn. En “maðurinn”, hinn almenni björgunarsveitarmaður, er samkvæmt fréttum byrjaður að svara og hann svarar eins og þjóðin: Við viljum ekki sjá þetta, enda til björgunarsveita okkar stofnað til þess að bjarga fólki í nauðum, hremmningum, ekki til að koma fólki í vanda. Úrelt umræða um eftirlit og spilakort Sem ráðherra dómsmála setti ég fram frumvarp árið 2013 með ítarlegri greinargerð um framtíðarsýn í þessum málaflokki. Ég vildi tryggja eftirlit með þessari starfsemi og talaði fyrir spilakortum. Málið náði ekki fram að ganga. Þetta er hins vegar liðin tíð, krafan getur ekki lengur verið sú að seilast aðeins styttra ofan í vasa spilafíkla. Ofan í þá vasa á alls ekki að seilast, hvorki langt né stutt. Þess vegna tek ég af heilum hug undir með Samtökum áhugafólks um spilafíkn og nú þjóðinni allri eins og komið hefur á daginn: Lokið spilakössunum. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig langar til að byrja á því að taka ofan fyrir því fólki sem ég hef komist í kynni við allar götur frá því ég tók við kyndli Guðrúnar Helgadóttur, alþingismanns, innan Alþingis, ásamt nokkrum öðrum þingmönnum, of fáum því miður, í baráttu gegn fjárhættuspilum og spilakössum. Tekið ofan Ég tek ofan fyrir fólkinu sem mætti á vikulega laugardagsfundi okkar, áhugafólks um að sporna gegn freistingum spilafíkla á tíunda áratug síðustu aldar. Þá fundi sóttu spilafíklar, aðstandendur þeirra og áhugafólk um að tekið yrði á meininu, það er spilakassa-ómenningunni í heild sinni, og þar á meðal þeim sem kössunum eru háðir á þann hátt að þeir hagnast á þeim, fá afraksturinn í sína vasa. Það eru ekki þeir sem spila heldur hinir sem hafa spilarana að féþúfu. Það eru Háskóli Íslands, Rauði kross Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Til skamms tíma var SÁÁ einnig í þessum hópi en hefur nú sagt sig frá honum. Fyrir bragðið tek ég ofan fyrir SÁÁ. Og ég tek ofan fyrir verktakanum, vini mínum, sem missti allt sitt vegna spilafíknar konu sinnar. Aldrei hallaði hann á hana orði í mín eyru en heift hans beindist gegn þeim sem eyðilögðu líf konu hans og felldu fyrirtæki hans. Hann fór í mál við Rauða kross Íslands en því var vísað frá. Eins og máli Guðlaugs Karlssonar sem tapaði heilsunni og öllum eignum. Hann vildi til Mannréttindadómstólsins í Strassborg með sitt mál en var vísað frá, því Mannréttindadómstóllinn var upptekinn við önnur mikilvægari mál - að eigin mati - sem kunnugt er. Ég tek ofan fyrir Júlíusi Þór Júlíussyni, sjómanni á verksmiðjutogurum, sem fór með allar tekjur sínar úr Smugunni í kassana hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands (væntanlega til að styrkja hana, enda veitir ekki af), hann stofnaði samtök, hélt lengi út en brast – enda einn. En þá kom þjóðin Síðan kom Alma Hafsteins og félagar hennar í Samtökum áhugafólks um spilafíkn og hóf baráttuna upp á næsta þrep, að sjálfsögðu á grunni sem framangreindir aðilar og margir aðrir höfðu tekið þátt í að leggja, en með slíkum krafti, rökvísi og sanngirni að allir taka undir eða allflestir. Og nú kom þjóðin. Hún sagði í stórri skoðanakönnun Gallups síðastliðið vor: Lokum spilakössunum. 86% sögðu þetta og allar kannanir í kjölfarið, nú síðast hjá Vísi. Þessar kannanir staðfesta að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill loka þessum óþurftarkössum sem lagt hafa líf svo margra í rúst.En hver eru svo viðbrögðin? Öll segja þau: Ekki ég Nú bregður svo við að enginn vill kannast við sína ábyrgð. Eins og í ævintýrinu um litlu gulu hænuna þá eru þau mörg sem vilja borða kökuna án þess þó að vilja nokkuð leggja á sig við baksturinn: Öll segja: Ekki ég! Dómsmálaráðherrann segir að spilafíkn verði ekki læknuð með löggjöf. Ég leyfi mér að benda á að enginn er að halda því fram, en við erum mörg sem teljum að löggjöf geti nært og örvað spilafíkn. Hvort hægt er að lækna siðblindu með lögum er svo önnur saga. Menntamálaráðherrann segir að málið sé ekki á hennar ábyrgð þótt Háskóli Íslands og þar með Siðfræðistofnun hans heyri undir ráðuneyti hennar. Heilbrigðisráðherrann segir að málið komi sér ekki við. Kassarnir hafi verið opnaðir vegna þess að sóttvarnaryfirvöld hafi talið það óhætt – enda sprittbrúsar hafðir við hvern kassa. En hlýtur það ekki að teljast til heilbrigðismála þegar fólk verður örvinglað og sviptir sig lífi vegna þess að fjárhagurinn og þá einnig heilsan er farin í „góðgerðarmálin”? Forsætisráðherrann var spurður á opnu samfélagsspjalli um afstöðu til málsins en kaus að svara frekar um enska boltann. Rektor Háskóla Íslands segir að rekstur spilakassa samræmist gildum Háskóla Íslands. Skyldi það vera almennt viðhorf innan veggja þessarar æðstu menntastofnunar okkar? Rauði krossinn segir að ef takmarka eigi aðgengi spilara verði ríkið að borga honum mismuninn. Getur það verið, spyr ég: Að ef ekki komi peningar frá ríkinu muni Rauði krossinn áfram níðast á spilafíklum? Talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerist stóryrtur og segir að spilafíklar fari í manninn en ekki málefnið, sín samtök hafi viljað aðrar lausnir en við samtök spilafíkla sé hins vegar ekki hægt að eiga samræðu á sanngirnisnótum. Málefnaleg samtök gegn spilafíkn! Ég hef fylgst með þessari umræðu og leyfi mér að fullyrða að Samtök áhugafólks um spilafíkn hafi alltaf verið málefnaleg og farið í málefnið en ekki manninn. Hins vegar hefur komið fram að þau hafi skrifað öllum björgunarsveitum í landinu bréf og spurt um afstöðu þeirra til þess að vera fjármagnaðar af fólki sem þyrfti að bjarga, sem væri jú viðfangsefni þeirra. Kannski er það þetta sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar kallar að fara í manninn. En “maðurinn”, hinn almenni björgunarsveitarmaður, er samkvæmt fréttum byrjaður að svara og hann svarar eins og þjóðin: Við viljum ekki sjá þetta, enda til björgunarsveita okkar stofnað til þess að bjarga fólki í nauðum, hremmningum, ekki til að koma fólki í vanda. Úrelt umræða um eftirlit og spilakort Sem ráðherra dómsmála setti ég fram frumvarp árið 2013 með ítarlegri greinargerð um framtíðarsýn í þessum málaflokki. Ég vildi tryggja eftirlit með þessari starfsemi og talaði fyrir spilakortum. Málið náði ekki fram að ganga. Þetta er hins vegar liðin tíð, krafan getur ekki lengur verið sú að seilast aðeins styttra ofan í vasa spilafíkla. Ofan í þá vasa á alls ekki að seilast, hvorki langt né stutt. Þess vegna tek ég af heilum hug undir með Samtökum áhugafólks um spilafíkn og nú þjóðinni allri eins og komið hefur á daginn: Lokið spilakössunum. Höfundur er fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar