Ekkert samtal um samningsleysi Vilhjálmur Árnason skrifar 25. febrúar 2021 07:01 Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samningagerð Sjúkratrygginga Íslands við hina ýmsu aðila í heilbrigðisþjónustu var rædd í Velferðarnefnd Alþingis í vikunni. Fyrst komu talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar og lýstu raunum sínum í samskiptum við SÍ. Því næst komu bæjarstjórar, Akureyrar, Hafnar í Hornafirði og Vestmannaeyja og fóru yfir það ófremdarástand sem komið er upp varðandi skil þeirra á rekstri hjúkrunarheimila eftir að samningum þeirra var ekki fylgt eftir. Þessu til viðbótar, þekkjum við afleiðingar samningsleysis við sjálfstætt starfandi aðila vegna liðskiptaaðgerða svo dæmi sé tekið. Hvað skýrir þá pattstöðu sem upp er komin? Af hverju er ekkert samtal um samningsleysið? Á þetta að vera svona áfram? Ég vil leyfa mér að minna á að Sjúkratryggingar Íslands hafa beinlínis það hlutverk samkvæmt lögum að kaupa heilbrigðisþjónustu til að tryggja aðgengi óháð efnahag, skila hagræði og tryggja gæði. Í greinargerð með þessum sömu lögum segir að kostnaðargreina eigi heilbrigðisþjónustuna og taka upp „blandaða fjármögnun á heilbrigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúklingum. Þannig fái heilbrigðisstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Skapað verði svigrúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigðisþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustusamningum, en jafnframt tryggt að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag”. Býsna skýrt. Hvert er þá vandamálið? Umræddar heilbrigðisstéttir og rekstraraðilar í heilbrigðisþjónustu kvarta undan samtalsleysi og að þurfa að sæta afarkostum við samningagerð hjá SÍ. Þá kemur einnig fram í máli þeirra að engar greiningar um kostnað, hagræði eða ávinning notanda hafa verið gerðar við ný skilyrði í samningum. Greiningardeild SÍ hefur verið lögð niður. Þau segja að reglugerðir á grundvelli rammasamninga séu uppfærðar án samráðs. Þetta hefur skapað mikið óhagræði, aukið á álag og kostnað annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir kannast rekstraraðilar heilbrigðisþjónustu við að SÍ vísi á heilbrigðisráðuneytið og öfugt, þ.e. að ráðuneytið vísi á SÍ. Þetta er að mínu mati óboðleg staða. Þetta var aldrei markmiðið með stofnun Sjúkratrygginga Íslands, að vera flöskuháls og framfarahemill í þróun heilbrigðisþjónustunnar. Svona eru skattpeningar okkar alls ekki best nýttir og þetta er jafnframt alls ekki í samræmi við væntingar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Markmiðið með SÍ var alltaf að sjá til þess að sjúkratryggðum stæðu til boða fjölbreytt úrræði sem uppfylla þarfir þeirra og tryggja gæði á sem hagkvæmasta hátt. Þetta er kjarni málsins og hefur ekkert breyst. Við þurfum áfram að hafa lausnir í okkar heilbrigðisþjónustu sem tryggja bestu þjónustuna á sem öruggastan og hagkvæmasta máta. Til þess voru Sjúkratryggingar Íslands stofnaðar og þeim ber einfaldlega skylda til að sinna lögbundnu hlutverki sínu. Fyrsta skrefið er að hefja samtalið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun