Aðdragandi að eldgosi allt frá korteri og upp í vikur Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 24. febrúar 2021 19:30 Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Sigurjón Jarðskjálftar um og yfir sex að stærð gætu orðið á Reykjanesskaga þar sem öflug skjálftahrina hefur riðið yfir í dag. Sérfræðingar fylgjast nú náið með því hvort skjálftavirknin færi sig austar. Þá gæti aðdragandi að eldgosi verið allt frá korteri og upp í daga og vikur. Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um þúsund skjálftar hefðu mælst í jarðskjálftahrinunni síðan um klukkan tíu í morgun. Hrinan væri enn í gangi þó að dregið hafi úr skjálftum núna seinnipartinn - og gæti farið hratt af stað aftur. Skjálftar um og yfir sex á síðustu öld Þá sagði hann aðspurður að sérfræðingar hefðu áhyggjur af því að skjálftavirknin gæti fært sig austur. „Já, síðasta árið hefur verið mikill óstöðugleiki á Reykjanesskaganum og það eru söguleg dæmi um að virknin hafi fært sig austar og endað með skjálfta um eða yfir sex í Brennisteinsfjöllum sem eru nálægt Bláfjöllum,“ sagði Einar. Hann benti á að árin 1968 og 1929 hefðu mælst þar skjálftar um og yfir sex í sambærilegum hrinum. „Það er sviðsmynd sem við getum ekki útilokað að gerist þannig að fólk þarf að huga að því og huga að innanstokksmunum varðandi það,“ sagði Einar. Jarðvísindamenn við rannsóknir hjá fjallinu Þorbirni við Grindavík í dag.Vísir/vilhelm Bíða eftir gervihnattamyndum Engin greinileg merki eru um gosóróa í tengslum við hrinuna. Inntur eftir því hvað geti liðið langur tími frá því að merki sjáist um gosóróa þar til byrji að gjósa sagði Einar það mjög misjafnt eftir eldstöðvum. „Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum á meðan við höfum haft nútímamælitæki til að sjá það en það getur verið allt frá innan við klukkutíma, korter, tuttugu mínútur, upp í lengri aðdraganda. Við höfum til dæmis séð með Holuhraunsgosið sem að hefur lengri aðdraganda. Nokkra daga og vikur.“ Hann sagði að á morgun verði hægt að meta betur hvað sé að gerast á svæðinu. „Það eru sem sagt gervitunglamyndir sem verða aðgengilegar á morgun og þá er hægt að sjá mun af svæðinu þar til fyrir skjálftahrinuna og svo á morgun og það er í rauninni mjög gott tæki til að meta aflögun á landinu hvort það sé landris eða einhverjar breytingar.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Skjálftar yfir 6 hefðu mikil áhrif Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar hefðu borist um smávægilegt tjón en fá slys hefðu verið tilkynnt. „En þó eru nokkur þar sem bæði fólk hefur misst fótanna og dottið og í einhverjum tilvikum þar sem hlutir hafa fallið á fólk,“ sagði Víðir. Þá kvað hann ómögulegt að segja til um hvort hið mesta væri yfirstaðið. Alltaf væri hætta á stærri skjálftum. „Og svo sjáum við líka að virknin er að færast til. Þannig að það getur auðvitað orðið þannig að það komi stærri skjálftar annars staðar, eins og til dæmis austan við þetta svæði sem við höfum fylgst mest með í morgun. Þar eru þekktir stórir skjálftar, semsagt skjálftar yfir 6 á svæðinu austan við Kleifarvatn og að Bláfjöllum,“ sagði Víðir. „Slíkir skjálftar myndu auðvitað hafa mikil áhrif á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu, Ölfusi og Hveragerði og Árborgarsvæðinu þannig að við erum að skoða þetta allt saman með sveitastjórnum á þessu svæði.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01 Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43 Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Einar Bessi Gestsson náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 að um þúsund skjálftar hefðu mælst í jarðskjálftahrinunni síðan um klukkan tíu í morgun. Hrinan væri enn í gangi þó að dregið hafi úr skjálftum núna seinnipartinn - og gæti farið hratt af stað aftur. Skjálftar um og yfir sex á síðustu öld Þá sagði hann aðspurður að sérfræðingar hefðu áhyggjur af því að skjálftavirknin gæti fært sig austur. „Já, síðasta árið hefur verið mikill óstöðugleiki á Reykjanesskaganum og það eru söguleg dæmi um að virknin hafi fært sig austar og endað með skjálfta um eða yfir sex í Brennisteinsfjöllum sem eru nálægt Bláfjöllum,“ sagði Einar. Hann benti á að árin 1968 og 1929 hefðu mælst þar skjálftar um og yfir sex í sambærilegum hrinum. „Það er sviðsmynd sem við getum ekki útilokað að gerist þannig að fólk þarf að huga að því og huga að innanstokksmunum varðandi það,“ sagði Einar. Jarðvísindamenn við rannsóknir hjá fjallinu Þorbirni við Grindavík í dag.Vísir/vilhelm Bíða eftir gervihnattamyndum Engin greinileg merki eru um gosóróa í tengslum við hrinuna. Inntur eftir því hvað geti liðið langur tími frá því að merki sjáist um gosóróa þar til byrji að gjósa sagði Einar það mjög misjafnt eftir eldstöðvum. „Það hefur ekki gosið á Reykjanesskaganum á meðan við höfum haft nútímamælitæki til að sjá það en það getur verið allt frá innan við klukkutíma, korter, tuttugu mínútur, upp í lengri aðdraganda. Við höfum til dæmis séð með Holuhraunsgosið sem að hefur lengri aðdraganda. Nokkra daga og vikur.“ Hann sagði að á morgun verði hægt að meta betur hvað sé að gerast á svæðinu. „Það eru sem sagt gervitunglamyndir sem verða aðgengilegar á morgun og þá er hægt að sjá mun af svæðinu þar til fyrir skjálftahrinuna og svo á morgun og það er í rauninni mjög gott tæki til að meta aflögun á landinu hvort það sé landris eða einhverjar breytingar.“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Skjálftar yfir 6 hefðu mikil áhrif Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum ræddi stöðuna á jarðskjálftahrinunni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að tilkynningar hefðu borist um smávægilegt tjón en fá slys hefðu verið tilkynnt. „En þó eru nokkur þar sem bæði fólk hefur misst fótanna og dottið og í einhverjum tilvikum þar sem hlutir hafa fallið á fólk,“ sagði Víðir. Þá kvað hann ómögulegt að segja til um hvort hið mesta væri yfirstaðið. Alltaf væri hætta á stærri skjálftum. „Og svo sjáum við líka að virknin er að færast til. Þannig að það getur auðvitað orðið þannig að það komi stærri skjálftar annars staðar, eins og til dæmis austan við þetta svæði sem við höfum fylgst mest með í morgun. Þar eru þekktir stórir skjálftar, semsagt skjálftar yfir 6 á svæðinu austan við Kleifarvatn og að Bláfjöllum,“ sagði Víðir. „Slíkir skjálftar myndu auðvitað hafa mikil áhrif á Reykjanesinu, höfuðborgarsvæðinu, Ölfusi og Hveragerði og Árborgarsvæðinu þannig að við erum að skoða þetta allt saman með sveitastjórnum á þessu svæði.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01 Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43 Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Leikskólabörn með rétt viðbrögð á hreinu: „Það kom engin risastór gufa“ Leikskólabörn á Fífuborg brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í dag enda höfðu þau nýlokið viðbragðsæfingu þegar skjálftinn reið yfir. 24. febrúar 2021 19:01
Tveir skjálftar yfir 5 að stærð og tíu yfir 4 Í dag hafa orðið tveir skjálftar yfir 5,0 að stærð í hrinunni á Reykjanesskaga. Sá stærri varð klukkan 10:05 af stærð 5,7 og annar klukkan 10:30, sem mældist 5,0 að stærð. 24. febrúar 2021 17:43
Vedur.is hrundi þegar 70 þúsund manns vildu þangað inn í einu Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar segir að þegar hafi farið fram gagngerar endurbætur á vefnum vedur.is, sem lagðist niður í morgun, og þeim sé ekki lokið. 24. febrúar 2021 17:10