„Hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2021 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson eignaðist bróður í Rúriki Gíslasyni. Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Fleiri fréttir Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Sjá meira