„Hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. febrúar 2021 12:30 Jóhannes Ásbjörnsson eignaðist bróður í Rúriki Gíslasyni. Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingastaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Mágur Jóhannesar er knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Rúrik Gíslason og er samband þeirra gott. „Hann var svo lítill þegar ég kynntist Ollu, hann var tíu ára og hann er eiginlega svolítið eins og litli bróðir minn,“ segir Jóhannes og heldur áfram en hann er giftur Ólínu Jóhönnu Gísladóttur. „Þetta er svolítið sérstakt þar sem hann bjó svo lengi úti og bjó í rauninni erlendis frá fimmtán ára aldri og er bara nýkominn heim. Við fórum mikið út til hans og hann kom heim í fríum. Hann var mjög lítill þegar hann fór út og það má segja að það breyti aðeins sambandinu en styrkir það líka. Maður var svolítið með litla bróðir sinn í útlöndum og fjölskyldan mikið að hugsa um það hvernig hann hefði það.“ Hann segir að þeir séu mjög góðir vinir. „Hann er afskaplega góður og vel gerður drengur og við er afskaplega góðir vinir. Núna er hann búinn að leggja skóna á hilluna og er núna fyrst að upplifa hvernig normal líf hjá fjölskyldu er og hvernig það getur verið. Maður sér meira af honum. Ég er búinn að elta hann um allan heima og horfa á hann spila fótbolta. Sá hann taka Ronaldo í bakaríið á Parken og hann flaug okkur Ollu í brúðkaupsferð til Dúbaí, þetta eru svo miklir spaðar þessi fótboltamenn.“ Jóhannes er sjálfur einbirni. „Svo á ég eldri mág einnig og við erum mjög góðir vinir. Ég er einbirni sjálfur og því fékk ég tvo bræður gefins.“ Jói ræðir um samband sitt við Rúrik þegar um 27 mínútur eru liðnar af þættinum. Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög