Fróðleikur um framboðslista Samfylkingarinnar Birgir Dýrfjörð skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Birgir Dýrfjörð Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tillaga um skipan framboðslista á vegum Samfylkingarinnar á að vera um fólk og röðun þess í sæti á lista, en ekki endanleg og óbreytanleg niðurstaða. Ef svo hefði átt að vera hefði ekki þurft samþykki allsherjarfundar félaganna í kjördæminu, heldur einungis kynningarfund. Kjördæmisráðin en ekki vinnuhópar eða nefndir ákveða listana, og bjóða fram samkvæmt lögum flokksi snbr. 9.02 gr. í lögunum, Í samþykktum ráðsins í Reykjavík segir "4) Uppstillinganefnd er falið að setja saman sigurstranglega framboðslista vegna alþingiskosninga 2021 fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður og bera þá upp fyrir Allsherjarfund FSR til samþykktar eigi síðar en 20. febrúar 2021". Þetta þýðir að bera eigi upp framboðslista sem tillögu. Samkvæmt öllum hefðum og fundarsköpum er fundarmönnum ætíð heimilt að bera fram tillögur til breytinga svo sem tillögu eða tillögur um breytingar á sætaskipun. Ekkert í flokkslögum bannar það. Það vissi nefndin líka. Þess vegna lét hún greiða atkvæði um báða listana í einu. Rvk.Suður og Rvk. Norður. 22 nöfn í hvoru kjördæmi. Kæmi fram tillaga um breytingar varð hún að vera um nýjan lista í báðum kjördæmum. Samtals 44 nöfn með skriflegu samþykki hvers og eins. Til að laumast enn frekar að lýðræðinu í Samfylkingunni var fundurinn auglýstur með skemmsta löglegum fyrirvara, sem eru tveir dagar. Enginn fékk að sjá nöfn frambjóðenda fyrr en eftir að fundur var settur. Þá mátti koma með tillögu um 44 ný nöfn, með skriflegu samþykki viðkomandi. Ekkert annað. Þetta var skrípaleikur. Hann segir allt sem segja þarf um lýðræði núverandi stjórnenda Samfylkingarinnar í Reykjavík. Allt stjórnkerfi flokksins er byggt á persónuvali ekki listakosningu Í grein 3.4. í reglunum um val á lista segir: „Setja skal uppstillinganefnd starfsreglur og afmarka verksvið hennar“. Í starfsreglum í Reykjavík eru engin ákvæði um „listakjör“ eða „listaframboð“. Og ekkert ákvæði um, að til að breyta nafni eða röð á lista verði að bera fram tillögu með 44 nöfnum með samþykki hvers og eins. Þetta nýja „lýðræði“ er ömurleg afskræming á lýðræði jafnaðarmanna. Það eru afarkostir,sem hafa enga stoð, í lögum Samfylkingarinnar. Sé einhver ágreiningur um þetta eru flokkslögin með skýlaus ákvæði um hvernig með skuli fara. Grein 9.09 í flokkslögunum kveður á um að; komi upp ágreiningur innan kjördæmisráðs um lög flokksins eða samþykktir ráðsins skal framkvæmdastjórn skera úr um. Spurt er. Mun framkvæmdastjórn sinna lykilskyldu sinni og skýra rétta niðurstöðu í þessu máli, eða stinga höfðinu í sandinn? Hallgrímur heitinn Pétursson, orti forðum. Vei þeim dómara er veit og sér víst hvað um málið réttast er, vinnur það þó fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans. Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun