Boston var 24 stigum yfir í þriðja leikhluta en tapaði að lokum 120-115 í framlengingu. Jayson Tatum tryggði Boston framlengingu með körfu á lokasekúndu venjulegs leiktíma en í framlengingunni gerði Brandon Ingram, sem skoraði 33 stig, útslagið með þriggja stiga körfu. Tilþrifin úr leiknum má sjá hér að neðan.
Brooklyn Nets eru í 2. sæti austurdeildar með 20 sigra í 32 leikjum, eftir sigur á LA Clippers sem eru í 3. sæti vesturdeildar með 22 sigra og 10 töp.
Brooklyn vann 112-108 og skoraði James Harden 37 stig. Þar með hefur hið stjörnum prýdda lið Brooklyn unnið sex leiki í röð.
Í NBA dagsins má einnig sjá svipmyndir úr 128-115 sigri Milwaukee Bucks á Sacramento Kings, þar sem Giannis Antetokounmpo skoraði 38 stig og tók 18 fráköst fyrir Milwaukee.
Milwaukee er í 3. sæti austurdeildar með 18 sigra en Sacramento í 12. sæti vesturdeildar.