Nunna sem barðist fyrir réttlæti eftir grimmilega meðferð í Gvatemala dáin Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2021 13:29 Dianna Ortiz var í haldi hermanna Gvatemala í sólarhring og var henni misþyrmt hræðilega. USMSJ/Getty Dianna Ortiz, áhrifamikil bandarísk nunna, dó nýverið úr krabbameini. Hún hjálpaði við að svipta hulunni af aðkomu Bandaríkjanna að ódæðum hermanna í Gvatemala á árum áður, eftir að hún var handsömuð af hermönnum, pyntuð og nauðgað ítrekað. Hún var 62 ára gömul þegar hún dó á sjúkrahúsi á föstudaginn. Á níunda áratug síðustu aldar var Oritz í Gvatemala við trúboð og kennslu, þar til henni var rænt af hermönnum árið 1989. Í haldi var henni nauðgað og hún pyntuð. Hún var meðal annars þvinguð til að stinga aðra konu sem var í haldi hersins til bana. Alls var hún í haldi í sólarhring og var hún með rúmlega hundrað brunasár eftir sígarettur á bakinu. Þá var Ortiz hengd á höndunum yfir gryfju þar sem menn, konur og börn, sem búið var að limlesta, og jafnvel afhöfða, hafði verið komið fyrir. Henni var svo að endingu sleppt úr haldi og staðhæfði hún að Bandaríkjamaður hefði verið með hermönnunum sem misþyrmdu henni. Oritz þurfti að fara í gegnum þungunarrof, þar sem hún varð ólétt, og þegar hún var kominn aftur til Bandaríkjanna kom í ljós að hún hafði tapað stórum hluta minnis síns í haldi. Hún þekkti til að mynda ekki fjölskyldumeðlimi sína í Nýju Mexíkó. „Enn þann dag í dag finn ég lyktina af rotnandi líkunum í þessari gryfju,“ sagði hún í viðtali árum seinna. „Ég heyri enn öskur annarra sem verið var að pynta og ég sé enn blóðið renna úr sári konunnar.“ Það var svo eftir að hún hafði gengið í gegnum margra ára meðferð sem hún byrjaði að grafa eftir frekari upplýsingum um ódæðin í Gvatemala og hennar eigin raunir þar. Í umfjöllun New York Times segir að viðleitni hennar hafi að endingu leitt til þess að ljósi var varpað á aðkomu Bandaríkjanna að áratugalöngu borgarastríði Gvatemala og þeim fjölmörgu ódæðum sem þar voru framin. Á 36 ára tímabili voru um það bil 200 þúsund almennir borgarar myrtir og herinn sakaður um þjóðarmorð gagnvart innfæddum íbúum Gvatemala, sem forsvarsmenn hersins grunuðu um að aðstoða uppreisnarhópa Marxista í landinu. Í upphafi, þegar Ortiz staðhæfði að Bandaríkjamaður hefði komið að pyntingu hennar og í raun verið yfir hermönnunum sem héldu henni var sögu hennar mótmælt af yfirvöldum bæði Gvatemala og Bandaríkjanna. Sendiráð Bandaríkjanna í Gvatemala sagði söguna vera gabb og utanríkisráðuneytið sagði enga ástæðu til að trúa henni, samkvæmt umfjöllun Washington Post. Þáverandi forseti Gvatemala hélt því sömuleiðis fram að henni hefði aldrei verið rænt. Hér má sjá blaðamannafund Ortiz frá 1996 þar sem hún kvartaði yfir tálmum í vegi hennar og að illa gengi að fá upplýsingar. Oritz sagði sögu sína í viðtölum, krafðist gagna frá yfirvöldum Bandaríkjanna og höfðaði mál gegn ráðamönnum í Gvatemala. Árið 1996 fór hún svo í hungurverkfall nærri Hvíta húsinu og krafðist þess að ríkisstjórnin opinberaði skjöl sem tengdust mannréttindabrotum í Gvatemala. Þá fór Hillary Clinton, sem þá var forsetafrú, á fund Ortiz og ræddi við hana. Vinur Ortiz sagði NYT að Clinton hefði hjálpað henni að þrýsta á að skjöl varðandi raunir hennar yrðu opinberuð. Hér er meira gamal sjónvarpsefni AP fréttaveitunnar frá 1996. Þar segir Ortiz frá því að hafa hitt Hillary Clinton. Þau skjöl voru verulega afmáð og vörpuðu ekki ljósi á hver Bandaríkjamaðurinn sem var með hermönnunum væri eða af hverju hann hefði verið með þeim og jafnvel gefið þeim skipanir. Frekari gögn vörpuðu svo ljósi á að á árum áður hefðu Bandaríkin komið að þjóðarmorði hersins, eins og fram kemur í frétt Washington Post frá 1999. Þar kom fram að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði verið á nánu samstarfi með her Gvatemala á sama tíma og herinn og sveitir hliðhollar honum voru að stráfella innfædda í landinu. Í viðtali við NPR árið 1996 sagðist Ortiz eiga erfitt með að fyrirgefa hermönnunum sem pyntuðu hana og nauðguðu henni og hún ætti erfitt með að sætta sig við það. „Sú staðreynd að ég sé kaþólsk nunna og sjái mér ekki fært um að sýna fyrirgefninu, veldur mér mikilli sektarkennd. Ég er ekki viss um að ég viti hvað það þýðir að fyrirgefa.“ Hlusta má á viðtal og frétt NPR hér að neðan. Bandaríkin Gvatemala Mannréttindi Andlát Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Hún var 62 ára gömul þegar hún dó á sjúkrahúsi á föstudaginn. Á níunda áratug síðustu aldar var Oritz í Gvatemala við trúboð og kennslu, þar til henni var rænt af hermönnum árið 1989. Í haldi var henni nauðgað og hún pyntuð. Hún var meðal annars þvinguð til að stinga aðra konu sem var í haldi hersins til bana. Alls var hún í haldi í sólarhring og var hún með rúmlega hundrað brunasár eftir sígarettur á bakinu. Þá var Ortiz hengd á höndunum yfir gryfju þar sem menn, konur og börn, sem búið var að limlesta, og jafnvel afhöfða, hafði verið komið fyrir. Henni var svo að endingu sleppt úr haldi og staðhæfði hún að Bandaríkjamaður hefði verið með hermönnunum sem misþyrmdu henni. Oritz þurfti að fara í gegnum þungunarrof, þar sem hún varð ólétt, og þegar hún var kominn aftur til Bandaríkjanna kom í ljós að hún hafði tapað stórum hluta minnis síns í haldi. Hún þekkti til að mynda ekki fjölskyldumeðlimi sína í Nýju Mexíkó. „Enn þann dag í dag finn ég lyktina af rotnandi líkunum í þessari gryfju,“ sagði hún í viðtali árum seinna. „Ég heyri enn öskur annarra sem verið var að pynta og ég sé enn blóðið renna úr sári konunnar.“ Það var svo eftir að hún hafði gengið í gegnum margra ára meðferð sem hún byrjaði að grafa eftir frekari upplýsingum um ódæðin í Gvatemala og hennar eigin raunir þar. Í umfjöllun New York Times segir að viðleitni hennar hafi að endingu leitt til þess að ljósi var varpað á aðkomu Bandaríkjanna að áratugalöngu borgarastríði Gvatemala og þeim fjölmörgu ódæðum sem þar voru framin. Á 36 ára tímabili voru um það bil 200 þúsund almennir borgarar myrtir og herinn sakaður um þjóðarmorð gagnvart innfæddum íbúum Gvatemala, sem forsvarsmenn hersins grunuðu um að aðstoða uppreisnarhópa Marxista í landinu. Í upphafi, þegar Ortiz staðhæfði að Bandaríkjamaður hefði komið að pyntingu hennar og í raun verið yfir hermönnunum sem héldu henni var sögu hennar mótmælt af yfirvöldum bæði Gvatemala og Bandaríkjanna. Sendiráð Bandaríkjanna í Gvatemala sagði söguna vera gabb og utanríkisráðuneytið sagði enga ástæðu til að trúa henni, samkvæmt umfjöllun Washington Post. Þáverandi forseti Gvatemala hélt því sömuleiðis fram að henni hefði aldrei verið rænt. Hér má sjá blaðamannafund Ortiz frá 1996 þar sem hún kvartaði yfir tálmum í vegi hennar og að illa gengi að fá upplýsingar. Oritz sagði sögu sína í viðtölum, krafðist gagna frá yfirvöldum Bandaríkjanna og höfðaði mál gegn ráðamönnum í Gvatemala. Árið 1996 fór hún svo í hungurverkfall nærri Hvíta húsinu og krafðist þess að ríkisstjórnin opinberaði skjöl sem tengdust mannréttindabrotum í Gvatemala. Þá fór Hillary Clinton, sem þá var forsetafrú, á fund Ortiz og ræddi við hana. Vinur Ortiz sagði NYT að Clinton hefði hjálpað henni að þrýsta á að skjöl varðandi raunir hennar yrðu opinberuð. Hér er meira gamal sjónvarpsefni AP fréttaveitunnar frá 1996. Þar segir Ortiz frá því að hafa hitt Hillary Clinton. Þau skjöl voru verulega afmáð og vörpuðu ekki ljósi á hver Bandaríkjamaðurinn sem var með hermönnunum væri eða af hverju hann hefði verið með þeim og jafnvel gefið þeim skipanir. Frekari gögn vörpuðu svo ljósi á að á árum áður hefðu Bandaríkin komið að þjóðarmorði hersins, eins og fram kemur í frétt Washington Post frá 1999. Þar kom fram að leyniþjónusta Bandaríkjanna hefði verið á nánu samstarfi með her Gvatemala á sama tíma og herinn og sveitir hliðhollar honum voru að stráfella innfædda í landinu. Í viðtali við NPR árið 1996 sagðist Ortiz eiga erfitt með að fyrirgefa hermönnunum sem pyntuðu hana og nauðguðu henni og hún ætti erfitt með að sætta sig við það. „Sú staðreynd að ég sé kaþólsk nunna og sjái mér ekki fært um að sýna fyrirgefninu, veldur mér mikilli sektarkennd. Ég er ekki viss um að ég viti hvað það þýðir að fyrirgefa.“ Hlusta má á viðtal og frétt NPR hér að neðan.
Bandaríkin Gvatemala Mannréttindi Andlát Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira