Áfrýjun Navalnís hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2021 13:41 Alexei Navalní í dómsal í dag. EPA/YURI KOCHETKOV Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. Navalní var þann 2. febrúar dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa brotið gegn skilorði þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu í síðasta mánuði og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Hann var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og áfrýjaði dómnum. Sú áfrýjun var tekin fyrir í dag en hafnað. Dómari stytti þó dóm Navalnís vegna þess að hann hafði áður setið í stofufangelsi og þarf hann því að verja tveimur og hálfu ári í fanganýlendu í Síberíu. Í málflutningi sínum sagði Navalní að hann hefði ekki brotið gegn skilorði sínu. Hann hefði ekki getað verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld því hann hefði verið að jafna sig eftir eitrun. Hann sagðist ekki vilja monta sig en benti á að allur heimurinn hefði vitað hvar hann væri og hann hefði snúið heim um leið og hann hafi jafnað sig. Í ræðu sinni vísaði Navalní í biblíuna, söguna um Harry Potter og jafnvel teiknimyndaþættina Rick and Morty og hvatti hann Rússa til að láta ekki undan þrýstingi frá yfirvöldum og berjast fyrir sanngjarnari Rússlandi. Beindi hann orðum sínum til dómarans og bað hann um að ímynda sér hvað það gæti verið gott að búa í Rússlandi án allra lyganna. Án þess að fólk væri að segja honum hvernig hann ætti að dæma. Þá sagðist Navalní ekki sjá eftir neinu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að líf Navalnís væri í hættu og að sleppa ætti honum úr haldi. The Court has decided to grant an interim measure on behalf of Aleksey Navalnyy indicating to the Russian Government to release himhttps://t.co/YNa0vrM83Y#ECHR #CEDH #ECHRpress— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) February 17, 2021 Navalní var svo færður aftur fyrir dómara skömmu síðar vegna annars máls gegn honum. Það snýr að ummælum hans um uppgjafahermann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Hann og aðrir tóku þátt kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Navalní kallaði hermanninn og aðra svikara og ýmislegt annað. Saksóknarar hafa farið fram á að Navalní verði sektaður vegna þeirra ummæla. Sjálfur segir hann að þetta mál, og önnur gegn honum, sé ætlað að þagga niður í honum. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, fylgdist með málaferlunum í dag. Hann segir Navalní hafa flutt aðra ræðu í seinni réttarhöldunum og gagnrýnt ríkið harðlega vegna málsins. Gífurlega miklum peningum hefði verið eytt í málið gegn Navalní, sem hefði verið hægt að verja í eitthvað annað, þar á meðal málefni uppgjafahermanna. Búist er við úrskurði í því máli seinna í dag. Navalny goes through the investigations team. "15 idlers and blockheads came to Moscow, got free housing to investigate this crime more money was spent on that than the veteran has probably got his whole life. One day of this court costs more than the veteran got for 4 years."— max seddon (@maxseddon) February 20, 2021 Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Navalní var þann 2. febrúar dæmdur til fangelsisvistar fyrir að hafa brotið gegn skilorði þegar hann var fluttur í dái til Þýskalands í fyrra, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok í Rússlandi. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu í síðasta mánuði og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014. Hann var dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi og áfrýjaði dómnum. Sú áfrýjun var tekin fyrir í dag en hafnað. Dómari stytti þó dóm Navalnís vegna þess að hann hafði áður setið í stofufangelsi og þarf hann því að verja tveimur og hálfu ári í fanganýlendu í Síberíu. Í málflutningi sínum sagði Navalní að hann hefði ekki brotið gegn skilorði sínu. Hann hefði ekki getað verið í sambandi við fangelsismálayfirvöld því hann hefði verið að jafna sig eftir eitrun. Hann sagðist ekki vilja monta sig en benti á að allur heimurinn hefði vitað hvar hann væri og hann hefði snúið heim um leið og hann hafi jafnað sig. Í ræðu sinni vísaði Navalní í biblíuna, söguna um Harry Potter og jafnvel teiknimyndaþættina Rick and Morty og hvatti hann Rússa til að láta ekki undan þrýstingi frá yfirvöldum og berjast fyrir sanngjarnari Rússlandi. Beindi hann orðum sínum til dómarans og bað hann um að ímynda sér hvað það gæti verið gott að búa í Rússlandi án allra lyganna. Án þess að fólk væri að segja honum hvernig hann ætti að dæma. Þá sagðist Navalní ekki sjá eftir neinu. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að líf Navalnís væri í hættu og að sleppa ætti honum úr haldi. The Court has decided to grant an interim measure on behalf of Aleksey Navalnyy indicating to the Russian Government to release himhttps://t.co/YNa0vrM83Y#ECHR #CEDH #ECHRpress— ECHR CEDH (@ECHR_CEDH) February 17, 2021 Navalní var svo færður aftur fyrir dómara skömmu síðar vegna annars máls gegn honum. Það snýr að ummælum hans um uppgjafahermann sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni. Hann og aðrir tóku þátt kynningarmyndbandi fyrir stjórnarskrárbreytingar Vladimírs Pútín, sem gera honum kleift að sitja í embætti forseta Rússlands til ársins 2036. Navalní kallaði hermanninn og aðra svikara og ýmislegt annað. Saksóknarar hafa farið fram á að Navalní verði sektaður vegna þeirra ummæla. Sjálfur segir hann að þetta mál, og önnur gegn honum, sé ætlað að þagga niður í honum. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, fylgdist með málaferlunum í dag. Hann segir Navalní hafa flutt aðra ræðu í seinni réttarhöldunum og gagnrýnt ríkið harðlega vegna málsins. Gífurlega miklum peningum hefði verið eytt í málið gegn Navalní, sem hefði verið hægt að verja í eitthvað annað, þar á meðal málefni uppgjafahermanna. Búist er við úrskurði í því máli seinna í dag. Navalny goes through the investigations team. "15 idlers and blockheads came to Moscow, got free housing to investigate this crime more money was spent on that than the veteran has probably got his whole life. One day of this court costs more than the veteran got for 4 years."— max seddon (@maxseddon) February 20, 2021
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32 Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54 Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55 Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42 Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Sjá meira
Rússar reiðubúnir að slíta á samskiptin við ESB Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúin að slíta á tengslin við Evrópusambandið, fari svo að sambandið grípi til þess ráðs að beita Rússa frekari viðskiptaþvingunum. 12. febrúar 2021 11:32
Júlía Navalnía sögð hafa flúið land Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands. 10. febrúar 2021 14:54
Navalní aftur í dómsal Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 5. febrúar 2021 08:55
Rússneskur ritstjóri í fangelsi fyrir tíst Sergei Smirnov, ritstjóri sjálfstæða miðilsins Mediazona í Rússlandi, var í gær dæmdur í 25 daga fangelsi vegna tísts. Smirnov endurtísti tísti annars manns um að hann væri líkur söngvara hljómsveitarinnar Tarakany Dmitry Spirin. 4. febrúar 2021 10:42
Segja gagnrýni vesturlanda vera móðursýki Yfirvöld í Rússlandi hafa hafnað gagnrýni frá vesturlöndunum vegna fangelsisdóms stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní og segja hana vera móðursýki. Navalní var í gær dæmdur til tveggja ára og átta mánaða vistar í fanganýlendu. 3. febrúar 2021 16:12
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent