„Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 21:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku. Landspítalinn tjáir sig ekki um einstök mál en Hjalti segir að andlega veikum sjúklingum sé sinnt á sama hátt og þeim sem glíma við líkamlega kvilla. Vísir/Egill Geðhjálp segir brotalamir í bráðaþjónustu við sjúklinga sem glíma við andleg veikindi. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir þennan sjúklingahóp fá sömu þjónustu og aðra sem þangað leiti. Fólk sé ekki sent heim nema eftir fullnægjandi mat. Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Pistill Írisar Hólm Jónsdóttur, sem birtist á Facebook í gær, hefur vakið mikla athygli í dag. Hún lýsir því að hún hafi leitað á bráðamóttöku í Fossvogi nóttina áður vegna andlegra veikinda. Enginn sérfræðingur hafi getað sinnt henni og hún fengið val um að fara heim eða bíða eftir að bráðamóttaka geðþjónustu opnaði á hádegi daginn eftir. Íris telur þessar móttökur ekki boðlegar. Kæra Svandís Svavarsdóttir Í fyrrinótt þurfti ég að leita á bráðamóttöku í Fossvogi vegna andlegra veikinda. Ég...Posted by Íris Hólm Jónsdóttir on Fimmtudagur, 18. febrúar 2021 Landspítali getur ekki tjáð sig um einstök mál en Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku í Fossvogi segir að þar sé tekið á móti andlega veikum sjúklingum á sama hátt og öðrum. „Við höfum aðstöðu til að taka á móti og sinna öllum þessum málum vel þar, þó að það mætti að sjálfsögðu alltaf bæta aðstöðuna.“ Hann segir að innlagnarvandi hafi vissulega skapað tafir á bráðamóttökunni. Þá telji hann geðrænan vanda fjölþættan og best leystan í samvinnu ólíkra heilbrigðisstofnana og stétta. Þarf oft að senda fólk heim, er oft sem ekkert er hægt að gera? „Fólk er ekki sent heim af bráðamóttökunni nema það hafi fengið fullnægjandi mat. Ef þörf er á bráðri þjónustu geðlækna þá er sú þjónusta kölluð til.“ Auðvelda eigi aðgengi áður en vandamálin blása út Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður Geðhjálpar telur ákveðnar brotalamir á fyrirkomulagi bráðaþjónustunnar eins og hún er núna. Aðgreining þjónustunnar sé gamaldags. „Það er slæmt ef við leitum aðstoðar þegar allt er komið í vitleysu, það á að vera auðveldara aðgengi að leita áður en vandamálin verða svona stór. Það er það sem við eigum að gera, við eigum að hafa eins mikið af forvörnum og við getum og heilsugæslan á að vera fyrsta stigs þjónusta þar sem þú kemur inn og færð aðstoð þannig að þú lendir ekki í svona hremmingum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira