DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 16:31 Sindri Örn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn um hálft ár. Vísir/Egill Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira
Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Sjá meira