DNA-sýni lykilgagn í nauðgunarmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2021 16:31 Sindri Örn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn um hálft ár. Vísir/Egill Sindri Örn Garðarsson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun árið 2017. Landsréttur þyngdi þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra frá 2019 en þá var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sindra Erni var gefið að sök að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis með því að stinga fingri og setja svo getnaðarlim sinn í leggöng konu aftan frá þar sem hún lá sofandi í rúmi í svefnherbergi sínu. Hún hefði vaknað en ekki þorað að bregðast við. Þannig hefði hann notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar. Í héraði var hann sakfelldur samkvæmt ákæru, fyrir utan að ekki var talið sannað að hann hefði stungið fingri í leggöng. Ákæruvaldið féllst á niðurstöðu héraðsdóms um að sá þættur í ákæru væri ósannaður og var sá þáttur því ekki endurskoðaður fyrir Landsrétti. DNA-sýni lykilgagn í máli Sindri Örn neitaði alfarið að hafa átt samskipti við konuna af kynferðislegum toga. Hann viðurkenndi þó að hafa komið í herbergið þar sem konan lá og lagst í rúm þar sem hún var sofandi. Hann sagðist í mesta lagi hafa rekist utan í hana í rúminu. Konan lýsti því að hafa vaknað við að einhver var að snerta hana og „fara niður“ á hana. Hún hefði talið að um væri að ræða annan karlmann, sem átti heima í húsinu og hún hafði hitt um kvöldið á veitingastað, en áttað sig á að sá lá sofandi við hlið hennar. Hún hefði áttað sig á því að um væri að ræða Sindra Örn og þá hefði hún frosið. Til stuðnings framburði konunnar voru DNA-sýni sem tekin voru úr nærbuxum Sindra Arnar og af lim hans. Þau reyndust innihalda blöndu DNA sem voru nær örugglega frá Sindra Erni og konunni. Þá innihélt sýni, sem tekið var undir forhúð ákærða, DNA sem var til staðar í DNA-sniði konunnar. Sindri Örn sagðist fyrir dómi ekki hafa neina hugmynd um hvernig á þessu stæði. Mögulega hefði erfðaefni frá konunni borist í lakið á rúminu eða sængurver sem hann hefði fengið á hendurnar og þaðan á lim hans þegar hann fór á klósettið að pissa. Sérfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði hverfandi líkur á slíku. Langsóttar skýringar Landsréttur taldi skýringar Sindra Arnar langsóttar og ósennilegar. Taldi dómurinn hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði sett lim sinn í leggöng konunnar. Fram kemur í niðurstöðu Landsréttar að Sindri Örn er 21 ári eldri en konan. Sindri Örn var 39 ára þegar brotið átti sér stað svo brotaþoli hefur verið átján ára. Segir í niðurstöðu Landsréttar að hann hafi nýtt sér aðstöðu sína og varnarleysi konunnar með grófum hætti. Með hliðsjón af því og þeim gögnum sem lágu fyrir um andlegar afleiðingar brotaþola voru miskabætur ákvarðaðar 1,8 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira