Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 15:01 Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, les starfsmönnum á ritaraborðinu í KA-heimilinu pistilinn eftir leikinn í gær. akureyri.net/skapti hallgrímsson Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27. Valur var allan tímann með frumkvæðið í leiknum í KA-heimilinu í gær, var 10-13 yfir í hálfleik og þegar fimm og hálf mínúta var eftir kom Finnur Ingi Stefánsson gestunum sex mörkum yfir, 20-26. KA-menn svöruðu með þremur mörkum í röð en Arnór Snær Óskarsson virtist hafa slökkt vonarneista þeirra þegar hann kom Valsmönnum í 23-27 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá hófst ótrúleg atburðarrás. KA fékk vítakast þegar um tvær og hálf mínúta var eftir sem Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr og Magnús Óli Magnússon var rekinn af velli. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Honum fannst það reyndar ganga full hægt í gegn að fá leikhléið og barði í ritaraborðið. Eftir leikhléið fékk Snorri Steinn tveggja mínútna brottvísun og Valsmenn því tveimur færri. Alexander Örn Júlíusson átti misheppnað skot í næstu sókn Vals og Jóhann Geir Sævarsson minnkaði muninn í 25-27. Alexander tapaði svo boltanum og Árni Bragi minnkaði muninn í eitt mark, 26-27, úr víti þegar 53 sekúndur voru eftir. Fyrst var dæmdur ruðningur á Allan Norðberg sem fór inn úr hægra horninu en dómnum var svo breytt í vítakast. Valsmenn fóru sér engu óðslega í síðustu sókn sinni og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf á þá. KA-menn drifu sig fram og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði í 27-27 þegar sex sekúndur voru eftir. Það urðu úrslit leiksins og KA-menn fögnuðu stiginu innilega. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæslu þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar og Stiven Tobar Valencia fékk rautt spjald eftir leik fyrir mótmæli. Anton Rúnarsson átti einnig erfitt með að leyna óánægju sinni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm og hálfu mínútu leiksins auk viðtala við Snorra Stein og Jónatan Magnússon, þjálfara KA. Klippa: Lokamínúturnar hjá KA og Val Eftir leikinn sagðist Snorri Steinn hafa gert mistök sem urðu til þess að Valur landaði ekki sigrinum. „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn. „Það eru skrítnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Valur hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný eftir hléið langa og er í 6. sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig. KA er í 8. sætinu með tíu stig en á leik til góða. Með því að smella hér má sjá myndasyrpu Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net úr leiknum í KA-heimilinu í gær. Farið verður yfir leik KA og Vals og alla dramatíkina á lokakaflanum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Valur var allan tímann með frumkvæðið í leiknum í KA-heimilinu í gær, var 10-13 yfir í hálfleik og þegar fimm og hálf mínúta var eftir kom Finnur Ingi Stefánsson gestunum sex mörkum yfir, 20-26. KA-menn svöruðu með þremur mörkum í röð en Arnór Snær Óskarsson virtist hafa slökkt vonarneista þeirra þegar hann kom Valsmönnum í 23-27 þegar þrjár mínútur voru eftir. En þá hófst ótrúleg atburðarrás. KA fékk vítakast þegar um tvær og hálf mínúta var eftir sem Árni Bragi Eyjólfsson skoraði úr og Magnús Óli Magnússon var rekinn af velli. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé. Honum fannst það reyndar ganga full hægt í gegn að fá leikhléið og barði í ritaraborðið. Eftir leikhléið fékk Snorri Steinn tveggja mínútna brottvísun og Valsmenn því tveimur færri. Alexander Örn Júlíusson átti misheppnað skot í næstu sókn Vals og Jóhann Geir Sævarsson minnkaði muninn í 25-27. Alexander tapaði svo boltanum og Árni Bragi minnkaði muninn í eitt mark, 26-27, úr víti þegar 53 sekúndur voru eftir. Fyrst var dæmdur ruðningur á Allan Norðberg sem fór inn úr hægra horninu en dómnum var svo breytt í vítakast. Valsmenn fóru sér engu óðslega í síðustu sókn sinni og þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka var dæmd leiktöf á þá. KA-menn drifu sig fram og Sigþór Gunnar Jónsson jafnaði í 27-27 þegar sex sekúndur voru eftir. Það urðu úrslit leiksins og KA-menn fögnuðu stiginu innilega. Valsmenn voru afar ósáttir við dómgæslu þeirra Bjarka Bóassonar og Gunnars Óla Gústafssonar og Stiven Tobar Valencia fékk rautt spjald eftir leik fyrir mótmæli. Anton Rúnarsson átti einnig erfitt með að leyna óánægju sinni. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm og hálfu mínútu leiksins auk viðtala við Snorra Stein og Jónatan Magnússon, þjálfara KA. Klippa: Lokamínúturnar hjá KA og Val Eftir leikinn sagðist Snorri Steinn hafa gert mistök sem urðu til þess að Valur landaði ekki sigrinum. „Þetta var mér að kenna. Tvær mínútur á bekkinn og ég tek það á mig. Ég tek þetta tapaða stig á mig. Ég tók leikhlé og hann var mjög lengi að flauta leikhléið. Ég var ósáttur við það og brást of harkalega við,“ sagði Snorri Steinn. „Það eru skrítnir dómar og við erum tveimur færri. Við hefðum klárlega getað gert betur og það er lélegt að missa þetta niður en ég er mjög ánægður og gríðarlega stoltur af strákunum. Það er búið að vera erfitt hjá okkur. Við höfum verið gagnrýndir og það var allt annað að sjá liðið í dag.“ Valur hefur aðeins unnið tvo af sex leikjum sínum eftir að keppni hófst á ný eftir hléið langa og er í 6. sæti Olís-deildarinnar með ellefu stig. KA er í 8. sætinu með tíu stig en á leik til góða. Með því að smella hér má sjá myndasyrpu Skapta Hallgrímssonar á Akureyri.net úr leiknum í KA-heimilinu í gær. Farið verður yfir leik KA og Vals og alla dramatíkina á lokakaflanum í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport klukkan 21:15 í kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla KA Valur Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn