„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 11:30 Geir Þorsteinsson var í áratug framkvæmdastjóri KSÍ og svo annan áratug formaður KSÍ. Hann er nú framkvæmdastjóri ÍA. vísir/Daníel „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki