Það er alltaf rétti tíminn Starri Reynisson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Utanríkismál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Það er leiðinlegur vani hjá mörgum íslenskum stjórnmálamönnum að slá mál, sem þeir eru ekki sammála, út af borðinu með óljósum fullyrðingum um að „núna sé ekki rétti tíminn“ og reyna þannig að kæfa alla umræðu um þau. Sumum finnst aldrei rétti tíminn til að ræða sölu á hlut ríkisins í bönkunum, lækkun skatta, aðskilnað ríkis og kirkju eða afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis, svo nokkur dæmi séu tekin. Fá málefni hafa þó þurft að þola þessa meðferð oftar og lengur en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er gömul tugga andstæðinga Evrópusambandsaðildar að Ísland væri að fórna fullveldi sínu með aðild. Þau rök standast ekki nokkra skoðun. Ríkin sem þegar eru aðilar að Evrópusambandinu eru öll fullvalda og taka fullan þátt í Evrópusamstarfinu í krafti þess fullveldis. Það dettur varla nokkurri manneskju í hug að halda því fram að Frakkland, Þýskaland, Eistland eða Svíþjóð séu ekki fullvalda ríki, en þau eru öll stolt aðildarríki Evrópusambandsins. Aðild Íslands að samningnum um evrópska efnahagssvæðið gerir það að verkum að við þurfum nú þegar að taka upp megnið af regluverki Evrópusambandsins en höfum ekkert um það að segja hvað felst í því regluverki. Sá samningur hefur þó aukið lífsgæði okkar til muna. Með fullri aðild að Evrópusambandinu fengjum við sæti við borðið og gætum haft áhrif á ákvarðanir sambandsins, sem snerta okkur nú þegar og styrkt þannig fullveldi Íslands ef eitthvað er. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Undanfarið hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins, með utanríkisráðherra í fararbroddi, talað gegn aðild á þeim forsendum að Ísland gæti ekki samið um fríverslun við önnur lönd værum við aðili að Evrópusambandinu. Það er vissulega rétt að Evrópusambandsríkin hafa eftirlátið sambandinu að gera fríverslunarsamninga fyrir sína hönd, en fyrir því er góð ástæða. Evrópusambandið getur í krafti stærðar sinna gert betri, dýpri og umfangsmeiri fríverslunarsaminga en hvert og eitt Evrópuríki eitt og sér, Ísland þar með talið. Það væru sjálfsagt einhver sjónarmið sem mæltu með nálgun Sjálfstæðisflokksins ef þau væru að forgangsraða magni samninga umfram gæði. Raunin er þó sú að Evrópusambandið hefur síðustu ár og áratugi unnið hörðum höndum að því að koma upp einhverju umfangsmesta neti fríverslunarsamninga sem sést hefur og því hvort tveggja gæði og magn samninga til staðar. Með Evrópusambandsaðild fengjum við aðgang að þessu fríverslunarneti, sem er mun öflugra en nokkuð sem við gætum samið um ein. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Það er fullreynd tilraun að halda úti íslensku krónunni, örgjaldmiðli fyrir 350.000 manna hagkerfi. Á líftíma hennar hefur hún gert lítið annað en að rýrna. Vaxtamunur veldur gífurlegum kostnaði fyrir íslensk heimili á ári hverju og gengissveiflur valda gríðarlegum ófyrirsjánleika í rekstri fyrirtækja. Íslenska krónuhagkerfið er kjörlendi fyrir verðbólgu og krónan býr þannig til nauðsyn fyrir tilvist hinnar margumræddu verðtryggingar. Stærri fyrirtæki gera flest upp í erlendri mynt og efnafólk geymir margt sparifé sitt erlendis, óvissa og kostnaður íslensku krónunnar eru því eyrnamerkt almenningi og litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru fáum við heilbrigðara vaxtaumhverfi, meiri gengisstöðugleika og aukin kaupmátt, auk þess sem skilyrði skapast fyrir afnámi verðtryggingar. Hvenær er ekki rétti tíminn til að ræða það? Ísland er hluti af Evrópu hvort sem horft er á landfræðilega, efnahagslega eða menningarlega þætti. Hagsmunir Íslands eru þannig kyrfilega samofnir hagsmunum annara Evrópulanda og við deilum þeirra hugsjónum og heimssýn. Við sem þjóð deilum grunngildum Evrópusambandsins um frelsi, jafnrétti, lýðræði, mannréttindi og virðingu fyrir réttarríkinu. Þær forsendur einar og sér gera það að verkum að það er alltaf rétti tíminn til að ræða Evrópusambandið. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun