„Óaðfinnanlegt svar“ eftir áfallið fyrir norðan Sindri Sverrisson skrifar 18. febrúar 2021 21:52 Arnar Daði Arnarsson hefur gert flotta hluti með lið Gróttu hingað til. vísir/hulda margrét „Sjitt, þetta er svo mikill léttir,“ segir Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og röddin er við það að bresta. Það er engum vafa undirorpið hve mikla þýðingu það hefur fyrir hann og hans menn að hafa unnið Fram í kvöld. Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Grótta er nýliði í Olís-deildinni og hinn 28 ára gamli Arnar Daði að þreyta frumraun sína sem þjálfari í efstu deild. Liðið tapaði fyrir hinum nýliðunum, Þór, í algjörum lykilleik á Akureyri á sunnudaginn en svaraði því með 30-27 sigri á Fram í kvöld, sem kom liðinu á ný í þriggja stiga fjarlægð frá Þór í fallbaráttunni. Fyrir fólk sem kann að lifa sig inn í íþróttir er því ekki að undra að það hafi glatt þjálfarann unga mikið að sjá frammistöðu sinna manna í kvöld, eftir að hann gagnrýndi lið sitt umbúðalaust eftir tapið á Akureyri. Geðshræringin var mikil: „Maður lifir og deyr fyrir þetta sport. Þó að það sé ekkert að því að tapa einum leik á móti Þór þá var þetta mikið áfall fyrir okkur, ég get alveg viðurkennt það. En hvernig strákarnir svöruðu þessu og hafa svarað mörgum orustum í vetur… þetta er ólýsanlegt,“ segir Arnar Daði. Skulduðum Stebba þennan sigur „Þetta er búin að vera erfið vika, en svarið hjá strákunum var óaðfinnanlegt. Þó að við fáum á okkur 27 mörk þá var varnarleikurinn frábær – Stebbi (Stefán Huldar Stefánsson) með 22 varin skot í markinu. Miðað við hans frammistöðu í vetur þá skulduðum við honum þennan sigur. Við áttum svör við nánast öllu sóknarlega, nema þá helst undir lokin þegar menn urðu eitthvað stressaðir. Við hljótum að læra af því. Við höfum verið í spennutrylli leik eftir leik í vetur, og loksins unnum við þá baráttu,“ segir Arnar Daði. Staðan var 15-10, Fram í vil, eftir tuttugu mínútna leik en það sló Gróttu ekki út af laginu. „Nei, sem betur fer ekki. Það hefði auðvitað alveg getað gerst. Við fórum í 7 á 6 í sóknarleiknum sem gekk fullkomlega upp. Við vorum búnir að æfa það mikið núna. Þó að við höfum notað 7 á 6 talsvert í leikjum þá höfum við ekki lagt mikið upp með það á æfingum, en það var meðvituð ákvörðun að nota þetta í þessum leik. Svo var Gunni Dan skiljanlega sprunginn í seinni hálfleik, eftir alla þessa baráttu varnarlega og sóknarlega, svo við þurftum að fara úr því um miðbik seinni hálfleiks en þá stigu menn bara upp,“ segir Arnar Daði.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Leik lokið: Grótta - Fram 30-27 | Grótta nálgast Fram eftir sterkan sigur Grótta lenti 15-10 undir gegn Fram en vann að lokum 30-27 sigur þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. 18. febrúar 2021 21:00