Perserverance lent á Mars Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 21:20 Tölvuteikning af Perserverance á yfirborði Mars. Vélmennið hefur nú lent á plánetunni. AP/NASA Vélmennið Perseverance hefur lent á yfirborði Mars eftir rúmlega hálfs árs ferðalag. Ferðalagi þess til Mars lauk nú í kvöld og mun vélmennið safna upplýsingum í því skyni að komast að því hvort líf hafi einhvern tímann verið á plánetunni. „Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
„Lending er staðfest! Perseverance hefur lent heilt á húfi á yfirborði Mars,“ sagði Swati Mohan eftir lendinguna, en hún hafði yfirumsjón með ferð vélmennisins til Mars. Mikil fagnaðarlæti brutust út í stjórnstöð NASA í Pasadena í Kaliforníu-ríki en það hafði tekið tæplega tólf mínútur fyrir merki frá vélmenninu að berast til jarðar. Næstu tvö árin mun vélmennið safna jarðvegssýnum og leita að mögulegum vísbendingum um líf sem gæti hafa verið á plánetunni. Vísindamenn telja líklegt að ef líf hafi verið á Mars, þá hafi það verið fyrir þremur til fjórum milljörðum ára síðan þegar vatn rann enn á plánetunni. Bestu sýnin mun vélmennið undirbúa fyrir flutning aftur til jarðarinnar á næstu árum. Tövluteikning af lendingu Perseverance.Vísir/NASA Þróaðasta vélmenni sem hefur lent á Mars Perseverance, eða Percy eins og vélmennið er oft kallað, er stærsta og þróaðasta vélmenni sem NASA hefur sent til Mars en jafnframt það níunda sem lendir þar. Því var skotið á loft þann 30. júlí á síðasta ári. Með í för er annað vélmenni, Ingenuity, sem er lítil þyrla sem reynt verður að fljúga um Mars. Ekki er vitað hvort það takist, en þyrlan er tæp tvö kíló og með fjóra 1,2 metra langa spaða sem snúast um 2.400 sinnum á mínútu, eða átta sinnum hraðar en hefðbundnir þyrluspaðar. Takist að fjúga Ingenuity, myndi það opna á möguleikann á því að senda frekari fljúgandi vélmenni til Mars í framtíðinni og jafnvel þyrlur sem hægt væri að nota til að ferja búnað frá einum lendingarstað til annars.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira