Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 21:01 Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Sjá meira
„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17