Fékk loksins athygli þegar hann byrjaði að blóta Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Óttarr ræddi heillengi við Snæbjörn Ragnarsson Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“ Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Fleiri fréttir „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið