Fékk loksins athygli þegar hann byrjaði að blóta Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Óttarr ræddi heillengi við Snæbjörn Ragnarsson Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“ Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira