Fékk loksins athygli þegar hann byrjaði að blóta Stefán Árni Pálsson skrifar 19. febrúar 2021 07:01 Óttarr ræddi heillengi við Snæbjörn Ragnarsson Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“ Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður djúpulaugarmaður sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár. Hann er til dæmis líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Óttar er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eins og áður segir var Óttar eitt sinn heilbrigðisráðherra árið 2017. „Þú þarft að vera sýnilegur í pólitíkinni til að fólk nenni að styðja þig. Það er eitthvað sem maður hefur lært hægt og rólega, einhver svona sálfræði og stemning,“ segir Óttar. „Þetta er svolítið eins og að vera í hljómsveit, ef þú gefur aldrei út plötu þá ert þú aldrei að spila á tónleikum og enginn að pæla í þér. Ég upplifði þetta sérstaklega á þingi. Þetta var kannski öðruvísi þegar Besti flokkurinn var orðinn flokkur með borgarstjórann, það þaggar það enginn niður.“ Hér að neðan má heyra brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Óttarr Proppé Óttar segir að oftast sér rætt við þingmenn sem segja eitthvað krassandi í þingsal. „Ég lærði þetta og maður var farinn að stúdera þetta. Ef þú vilt að fólk hafi tilfinningu fyrir þér, þá þarf fólk að taka eftir þér og það gerir þú með því að vera krassandi svo einhver nenni að vera endursegja það sem þú sagðir. Ég man að ég gerði tilraun með þetta en við í Bjartri framtíð lentum í þessu, því við vorum rosalega kurteis og málefnaleg. Vorum fyrir vikið rosalega lítið krassandi og hægt og rólega hætti að heyrast í okkur. Ég gerði tilraun með þetta, það var eitthvað málefni sem var rosalega mikilvægt og ég var búinn að vekja athygli á því nokkrar vikur í röð á þinginu og halda rosalega gáfulegar ræður. Svo sagði ég nákvæmlega sama hlutinn, nema ég bölvaði í ræðustól. Og þetta fór beint í fréttir og þetta var mjög merkilegt að upplifa.“
Snæbjörn talar við fólk Alþingi Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira