NBA dagsins: Endakarlinn Lillard tók enn og aftur yfir í Dame tímanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2021 14:30 Damian Lillard leiddi Portland Trail Blazers til sigurs í New Orleans. getty/Sean Gardner Damian Lillard er oftar en ekki bestur þegar mest á reynir og sýndi það enn eina ferðina þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126, í NBA-deildinni í nótt. Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Lillard er einn besti „endakarlinn“ í NBA og oft er talað um síðustu mínútur leikja Portland sem „Dame tímann“, þegar hann tekur yfir. Lillard skoraði átta af síðustu tíu stigum Portland í leiknum í New Orleans í nótt og bjó hin tvö stigin til fyrir Derrick Jones. Zion Williamson kom New Orleans yfir með tveimur vítaskotum, 124-123, þegar 26 sekúndur voru eftir. Lillard skoraði í kjölfarið körfu góða, setti vítið niður og kom Portland í 124-126 sem urðu lokatölur leiksins. Síðan Lillard kom inn í NBA 2012 hefur hann hitt úr 25 skotum á síðustu tuttugu sekúndum leikja þar sem hann annað hvort jafnar eða kemur liði sínu yfir, mest allra leikmanna í deildinni. Damian Lillard hit his 25th career game-tying or go-ahead shot inside the final 20 seconds of the 4th qtr/OT tonight in a win vs the Pelicans, most in the NBA since he entered the league in 2012-13. pic.twitter.com/VGiYKSmovV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 18, 2021 Lillard skoraði 43 stig í leiknum í nótt og gaf sextán stoðsendingar. Þetta var þriðji leikur hans í röð þar sem hann skorar að minnsta kosti þrjátíu stig og gefur að minnsta kosti tíu stoðsendingar. Lillard hefur þurft að bera ansi þungar byrðar fyrir Portland að undanförnu í fjarveru CJ McCollums og Jusufs Nurkic. Lillard er fimmti leikmaðurinn í sögu NBA sem skorar allavega 43 stig og gefur sextán stoðsendingar eða meira í leik. Hinir eru Oscar Robertson, James Harden, Trae Young og Isiah Thomas. Damian Lillard is the 5th player in NBA history to reach 43 points and 16 assists in a game. pic.twitter.com/uIVi0Jue3g— NBA History (@NBAHistory) February 18, 2021 Á þessu tímabili er Lillard með 29,8 stig, 4,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Bradley Beal (32,8) og Stephen Curry (30,0). Portland hefur unnið sex leiki í röð og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar með átján sigra og tíu töp. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum New Orleans og Portland, Golden State Warriors og Miami Heat, Boston Celtics og Atlanta Hawks auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 18. febrúar NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Seinni bylgjan: Brottvísunin á varamannabekk Aftureldingar „hálfgert hneyksli“ Handbolti Bjarni: Gary Martin er ekki að fara neitt Íslenski boltinn Ólafía lék lokahringinn í Frakklandi á pari og endaði í 48. sæti Golf Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 23-21 | Hafnfirðingar héldu toppsætinu Handbolti Umfjöllun: Ísland - Færeyjar 8-0 | Ferðalagið til Frakklands byrjar vel Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Leiknir 1-1 | Umdeilt víti færði Víkingum stig Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti