Verndum líffræðilega fjölbreytni Ari Trausti Guðmundsson og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 19. febrúar 2021 08:01 Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651. Í löndunum, jafn ólík og þau eru að sumu leyti, hafa fuglategundir dáið út og aðrar eru í bráðri hættu. Þess vegna þarf að verja líffræðilega fjölbreytni á landi og í sjó, dýr sem jurtir, smáverur jafnt sem stærstu dýr. Vistkerfin eru háð flóknum innbyrðis ferlum og lífverum, og ólík vistkerfi mynda heildir. Á norðurslóðum eru vistkerfin fábreyttari en sunnar á hnettinum, þó ekki öll, t.d. skófir og mosar. Þau eru engu að síður, og alls staðar, afar mikilvæg fyrir afkomu og velferð manna. Við getum litið áfram til fugla á Íslandi í stað spendýra eða jurta og skoðað hvað gerst hefur undanfarnar tvær aldir varðandi fjölbreytni í fuglheimum; notað fuglana sem táknmynd. Tökum mark á lærdómi sögunnar Árið 1844 var síðasti geirfugl veraldar drepinn úti fyrir Reykjanesi, úr ofveiddum stofni á heimsvísu. Í kringum 1950 hvarf síðasti haftyrðillinn norður á bóginn, nær örugglega vegna loftslagshlýnunar. Nálægt 1970 var síðast vitað um verpandi keldusvín og er komu minksins í íslenska fánu og framræslu votlendis kennt um. Einar sex fuglategundir eru taldar í bráðri hættu. Mun fleiri eru í mismunandi mikilli hættu og hafðar á válista. Upptalningin kennir okkur að þessi þáttur líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi er lærdómsríkur og á að hvetja til aðgerða sem varðveita og efla líffræðilega fjölbreytni í lífríkinu á landi og innan efnahagslögsögunnar. Samtímis gagnast það lífríki jarðar og er til marks um að við sinnum skyldum okkar á heimsvísu enda eru loftslagsbreytingar og breytingar á líffræðilegri fjölbreytni óaðskiljanleg ferli. Súrnun sjávar, sem er hættuleg mörgum sjávarlífverum, er dæmi um þessi tengsl. Samningur sem leiðbeinir og bindur Árið 1994 skrifaði Ísland undir og fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var 1992. Nær allar þjóðir heims eru aðilar að honum og hann hefur gert gagn þótt betur megi gera. Ýmis ákvæði samningsins hafa náð til íslenskra laga og höfð til hliðsjónar við áætlanagerð, t.a.m. við stefnumörkun um sjálfbæra þróun og náttúruverndaráætlun. Dæmi um það eru lög um friðun Breiðafjarðar, nú í endurskoðun, Náttúrufræðistofnun hefur lýst og kortlagt 105 vistgerðir en af þeim eru 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum. Ný lög um veiðar á villtum dýrum, með allmörgum breytum og bættum verndarákvæðum, liggja nú fyrir Alþingi. Hvala- fiski- og botndýrarannsóknir Hafrannsóknastofnunar eru meðal undirstaða aðgerða til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Mikilvæg markmið Svokölluð Aichi-markmið, 20 heimsmarkmið til framkvæmdar á samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2020, voru samþykkt fyrir um áratug. Ekki eitt einasta af þessum markmiðum náðist fyrir árslok 2020. Það er grafalvarlegt. Í stað þess fækkaði í helstu dýrastofnum um tvo þriðju hluta í heild milli áranna 1970 og 2015 (skv. WWF). Sex markmiðanna hafa náðst að hluta og 44% lykilsvæði líffræðilegrar fjölbreytni eru nú vernduð í stað 29% árið 2000. Ný markmið átti að samþykkja árið 2020 á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína um líffræðilega fjölbreytni en vegna heimsfaraldursins var henni frestað þar til nú í maí. Þar á m.a. að reyna að semja um að vernda lífríkið og stuðla hraðar en ella að líffræðilegri fjölbreytni á tæpum þriðjungi jarðarinnar. Ungt fólk er í lykilhlutverki í þessum efnum ásamt sérfræðingum og á það er lögð áhersla af hálfu SÞ og Norðurlandaráðs sem hefur falið sjálfbærninefnd sinni að útbúa „verkfærasett“ til þess að ná betri árangri en tekist hefur. Hvað getum við gert? Frumvarp um hálendisþjóðgarð liggur nú fyrir Alþingi og höfðar til ábyrgðar okkar á vistfræðilegri stöðu hálendisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að stýra betur umgengni, verndun og nýtingu á hálendinu svo að sú margþætta náttúra sem þar er að finna fái að þróast sem mest á eigin forsendum. Það eitt og sér getur verið lykill að aðkomu Íslands til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Fleiri hvata vantar í landbúnaði, útgerð og öðrum iðnaði til að verðlauna framleiðslu sem stuðlar að vernd líffræðilegar fjölbreytni og er hvatning til sjálfbærra jurta- og dýranytja. Fækka þarf, og raunar útrýma, hvötum til ósjálfbærrar atvinnustarfsemi ásamt undantekningarreglum sem ýta undir sóun og skaðlegt álag á auðlindir. Um leið og við minnkum losun kolefnisgasa verður að efla kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Óhófleg neysla er einn sá þáttur sem hefur hvað skaðlegust áhrif á umhverfið. Því er mikilvægt að draga úr neyslu miðað við höfðatölu og leggja áherslu á að efla og skipuleggja hringrásarhagkerfi. Nú liggur fyrir Alþingi breyting á reglum um úrgangslosun þar sem hringrásarhagkerfi er haft að leiðarljósi. Umhverfisráðherra hefur lagt aukna áherslu á að bæta fráveitukerfi víða um land. Þeim áherslum mun fylgja fjármagn að heildarupphæð 3 milljarðar króna svo aðstoða megi sveitarfélög við að koma fráveitumálum í horf sem hæfir sem mestri og bestri umhverfisvernd. Einnig það mun hjálpa. Ari Trausti Guðmundsson er þingmaður Vinstri grænna. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er varaformaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Skoðun: Kosningar 2021 Dýr Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651. Í löndunum, jafn ólík og þau eru að sumu leyti, hafa fuglategundir dáið út og aðrar eru í bráðri hættu. Þess vegna þarf að verja líffræðilega fjölbreytni á landi og í sjó, dýr sem jurtir, smáverur jafnt sem stærstu dýr. Vistkerfin eru háð flóknum innbyrðis ferlum og lífverum, og ólík vistkerfi mynda heildir. Á norðurslóðum eru vistkerfin fábreyttari en sunnar á hnettinum, þó ekki öll, t.d. skófir og mosar. Þau eru engu að síður, og alls staðar, afar mikilvæg fyrir afkomu og velferð manna. Við getum litið áfram til fugla á Íslandi í stað spendýra eða jurta og skoðað hvað gerst hefur undanfarnar tvær aldir varðandi fjölbreytni í fuglheimum; notað fuglana sem táknmynd. Tökum mark á lærdómi sögunnar Árið 1844 var síðasti geirfugl veraldar drepinn úti fyrir Reykjanesi, úr ofveiddum stofni á heimsvísu. Í kringum 1950 hvarf síðasti haftyrðillinn norður á bóginn, nær örugglega vegna loftslagshlýnunar. Nálægt 1970 var síðast vitað um verpandi keldusvín og er komu minksins í íslenska fánu og framræslu votlendis kennt um. Einar sex fuglategundir eru taldar í bráðri hættu. Mun fleiri eru í mismunandi mikilli hættu og hafðar á válista. Upptalningin kennir okkur að þessi þáttur líffræðilegrar fjölbreytni á Íslandi er lærdómsríkur og á að hvetja til aðgerða sem varðveita og efla líffræðilega fjölbreytni í lífríkinu á landi og innan efnahagslögsögunnar. Samtímis gagnast það lífríki jarðar og er til marks um að við sinnum skyldum okkar á heimsvísu enda eru loftslagsbreytingar og breytingar á líffræðilegri fjölbreytni óaðskiljanleg ferli. Súrnun sjávar, sem er hættuleg mörgum sjávarlífverum, er dæmi um þessi tengsl. Samningur sem leiðbeinir og bindur Árið 1994 skrifaði Ísland undir og fullgilti samning Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem samþykktur var 1992. Nær allar þjóðir heims eru aðilar að honum og hann hefur gert gagn þótt betur megi gera. Ýmis ákvæði samningsins hafa náð til íslenskra laga og höfð til hliðsjónar við áætlanagerð, t.a.m. við stefnumörkun um sjálfbæra þróun og náttúruverndaráætlun. Dæmi um það eru lög um friðun Breiðafjarðar, nú í endurskoðun, Náttúrufræðistofnun hefur lýst og kortlagt 105 vistgerðir en af þeim eru 64 á landi, 17 í ám og vötnum og 24 í fjörum. Ný lög um veiðar á villtum dýrum, með allmörgum breytum og bættum verndarákvæðum, liggja nú fyrir Alþingi. Hvala- fiski- og botndýrarannsóknir Hafrannsóknastofnunar eru meðal undirstaða aðgerða til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Mikilvæg markmið Svokölluð Aichi-markmið, 20 heimsmarkmið til framkvæmdar á samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni til 2020, voru samþykkt fyrir um áratug. Ekki eitt einasta af þessum markmiðum náðist fyrir árslok 2020. Það er grafalvarlegt. Í stað þess fækkaði í helstu dýrastofnum um tvo þriðju hluta í heild milli áranna 1970 og 2015 (skv. WWF). Sex markmiðanna hafa náðst að hluta og 44% lykilsvæði líffræðilegrar fjölbreytni eru nú vernduð í stað 29% árið 2000. Ný markmið átti að samþykkja árið 2020 á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kína um líffræðilega fjölbreytni en vegna heimsfaraldursins var henni frestað þar til nú í maí. Þar á m.a. að reyna að semja um að vernda lífríkið og stuðla hraðar en ella að líffræðilegri fjölbreytni á tæpum þriðjungi jarðarinnar. Ungt fólk er í lykilhlutverki í þessum efnum ásamt sérfræðingum og á það er lögð áhersla af hálfu SÞ og Norðurlandaráðs sem hefur falið sjálfbærninefnd sinni að útbúa „verkfærasett“ til þess að ná betri árangri en tekist hefur. Hvað getum við gert? Frumvarp um hálendisþjóðgarð liggur nú fyrir Alþingi og höfðar til ábyrgðar okkar á vistfræðilegri stöðu hálendisins. Meginmarkmið frumvarpsins er að stýra betur umgengni, verndun og nýtingu á hálendinu svo að sú margþætta náttúra sem þar er að finna fái að þróast sem mest á eigin forsendum. Það eitt og sér getur verið lykill að aðkomu Íslands til verndunar líffræðilegrar fjölbreytni. Fleiri hvata vantar í landbúnaði, útgerð og öðrum iðnaði til að verðlauna framleiðslu sem stuðlar að vernd líffræðilegar fjölbreytni og er hvatning til sjálfbærra jurta- og dýranytja. Fækka þarf, og raunar útrýma, hvötum til ósjálfbærrar atvinnustarfsemi ásamt undantekningarreglum sem ýta undir sóun og skaðlegt álag á auðlindir. Um leið og við minnkum losun kolefnisgasa verður að efla kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Óhófleg neysla er einn sá þáttur sem hefur hvað skaðlegust áhrif á umhverfið. Því er mikilvægt að draga úr neyslu miðað við höfðatölu og leggja áherslu á að efla og skipuleggja hringrásarhagkerfi. Nú liggur fyrir Alþingi breyting á reglum um úrgangslosun þar sem hringrásarhagkerfi er haft að leiðarljósi. Umhverfisráðherra hefur lagt aukna áherslu á að bæta fráveitukerfi víða um land. Þeim áherslum mun fylgja fjármagn að heildarupphæð 3 milljarðar króna svo aðstoða megi sveitarfélög við að koma fráveitumálum í horf sem hæfir sem mestri og bestri umhverfisvernd. Einnig það mun hjálpa. Ari Trausti Guðmundsson er þingmaður Vinstri grænna. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er varaformaður Ungra vinstri grænna.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun