Verstu vetrarhörkur í manna minnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2021 19:31 Minnst 21 hefur látist í öflugum vetrarstormum í Bandaríkjunum. Íslensk kona í Texas segir þetta verstu vetrarhörkur sem fólk man eftir á svæðinu. Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni. Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Á meðan fordæmalaust vetrarveður gengur yfir suðurhluta Bandaríkjanna er ekki snjókorn að sjá hér í Reykjavík. Eitthvað virðist þetta öfugsnúið en samkvæmt Veðurstofunni ætti hiti að verða yfir frostmarki svo gott sem alla vikuna. Sömu sögu er ekki að segja af Bandaríkjunum. Veðrið hefur leikið rafmagnskerfi Texas grátt og meira en milljón hefur verið án rafmagns. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis. Það var einmitt rafmagnslaust hjá Hildi Heimisdóttur Salinas, sem býr í Coppell á Dallas-svæðinu, þegar fréttastofa náði tali af henni. Syrti í álinn á sunnudagskvöld „Það kom fallegt vetrarveður á sunnudaginn og við vöknuðum með snjó og skemmtilegheit. Þá var rafmagnið á og við gátum farið út með krakkana að leika. Svo syrti í álinn á sunnudagskvöld og það kom mikill stormur og rafmagnið fór af hjá okkur laust eftir miðnætti. Við vorum án rafmagns í 14 klukkustundir á meðan það var allt að 18 stiga frost úti,“ segir Hildur Hún segir nokkra reiði ríkja í garð stjórnvalda og orkufyrirtækja. „Já, fólk er mjög ósátt við hvað svörin eru loðin. Orkufyrirtækin hafa verið að tala um að við ættum að skiptast á að vera rafmagnslaus en sumir hafa ekki fengið rafmagn í heilan sólarhring en aðrir hafa alls ekkert misst rafmagn.“ Og það snjóar af krafti víðar en í Bandaríkjunum. Í Sýrlandi olli snjókoman töluverðum samgöngutruflunum sem og í Aþenu, þar sem borgarbúar skelltu sér í snjókast á ströndinni.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55 Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Yfir tuttugu látnir í fordæmalausu vetrarveðri í Bandaríkjunum Fordæmalaust vetrarveður gengur nú yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna. Kuldamet hafa verið slegin, milljónir fólks eru án rafmagns og að minnsta kosti 21 hefur látist vegna veðursins. 17. febrúar 2021 07:55
Beina spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum Tugir milljóna Bandaríkjamanna undirbúa sig nú fyrir áframhaldandi kuldakast með tilheyrandi vetrarveðri. Fordæmalaust veður hefur gengið yfir suður- og miðhluta Bandaríkjanna á undanförnum dögum og hafa íhaldsmenn ranglega beint spjótum sínum að umhverfisvænum orkugjöfum. 17. febrúar 2021 17:01