Lífið

Algjör endurskipulagning á fjörutíu fermetra íbúð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íbúðin er aðeins rétt rúmlega fjörutíu fermetrar en stórglæsileg. 
Íbúðin er aðeins rétt rúmlega fjörutíu fermetrar en stórglæsileg. 

Það er oft magnað að sjá hvað er hægt að gera með útsjónarsemi og góðri hönnun í litlum íbúðum.

Á YouTube-rásinni Never Too Small er fjallað um 42 fermetra íbúð sem arkitektarnir Esteban Fallone og Jimena Marrono endurskipulögðu fyrir tvær systur sem búa þar saman.

Íbúðin er í rótgrónu hverfi í Buenos Aires í Argentínu, nánar tiltekið í Del Signo hverfinu.

Búið er að endurskipuleggja eignina frá a-ö og er útkoman stórgóð eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×