Mættu með ljósin blikkandi og Jóhannes fluttur með hraði á sjúkrahús Stefán Árni Pálsson skrifar 18. febrúar 2021 11:31 Jóhannes Ásbjörnsson var í tuttugu daga í einangrun eftir að hafa veikst af Covid-19. Vísir/vilhelm Jóhannes Ásbjörnsson var lengi vel einn vinsælasti fjölmiðlamaður landsins og byrjaði hann sinn feril í útvarpi, fór seinna yfir á PoppTV þar sem hann stýrði þættinum vinsæla 70 mínútur. Jóhannes er gestur vikunnar í Einkalífinu. Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira. Einkalífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira
Jói fór út í veitingarekstur fyrir tíu árum þegar hann opnaði Hamborgarafabrikkuna ásamt Sigmari Vilhjálmssyni en í dag rekur hann í raun átta veitingarmerki og 19 veitingastaði en hann á og rekur fyrirtækið Gleðipinnar ásamt fleirum. Um er að ræða veitingarstaðina American Style, Shake&Pizza, Saffran, Blackbox, Eld Smiðjan, Aktu Taktu, Keiluhöllin, Hamborgarafabrikkan og Pítan. Jói segir að árið 2020 hafi verið erfitt rekstrarlega en hann hafi lært mikið á þessu ári. Undir lok ársins smitaðist Jóhannes af kórónuveirunni og fékk í kjölfarið Covid-19 sjúkdóminn. Jóhannes var ekki einn af þeim sem veiktist lítillega og varð hann í raun fárveikur. „Ég varð helvíti veikur. Konan mín smitast um mánaðamótin nóvember, desember í fyrra. Við förum strax í mælingu og látum tékka á okkur strax með börnin þrjú og við vorum öll neikvæð. Svo liðu einhverjir tveir, þrír dagar og ég fór að finna smá flensueinkenni og fór þá aftur í skoðun og var ég kominn með þetta og miðjudóttir mín,“ segir Jóhannes. Tuttugu dagar í einangrun „Olla konan mín varð alveg töluvert veik í fjóra, fimm daga og fékk háan hita en síðan allt í góðu. Ég veikist og verð mjög lasinn, háan hita, beinverki og öll þessi einkenni. Svo á fimmta degi fer þetta að ganga niður og á sjötta og sjöunda degi fannst mér ég vera helvíti góður bara og var að bíða eftir því að sleppa út.“ Þarna voru þau hjónin komin með lokadagsetningu. Klippa: Einkalífið - Jóhannes Ásbjörnsson „Við tókum þá ákvörðun um að fara í gegnum geymsluna, orðin svona helvíti kraftmikil og ég var í einhverja fjóra eða fimm tíma að fara með kassa ofan af háaloftinu og niður. Það þurfti ekki meira til og þá kom þetta kröftuga bakslag. Þá var ég nánast með fjörutíu stiga hita í viku. Ég var með óráði. Eina nóttina vaknar frúin við það að hún heyrir bara eitthvað þvaður í mér niðri í skrifstofuherberginu og þá var ég bara með óráði. Hún hringdi á Covid-deildina og þeir mættu bara með blikkandi ljós og sóttu karlinn og brunuðu með mig niður eftir. Þarna var þetta að toppa. Ég var alls í tuttugu daga í einangrun og rétt náði að komast út fyrir jólin.“ Hann segist hafa þurft að leggja sig á daginn og farið að sofa níu á kvöldin í töluverðan tíma eftir veikindin, orkan var svo lítil. „Ég hef þurft tíma til að koma mér af stað aftur og ég fékk svæsnu útgáfuna af þessu. Ég finn það þegar ég fer í ræktina, yoga, körfu og þessa hluti sem maður er vanur að gera að þar á maður svolítið mikið í land.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Jói um árin í fjölmiðlunum, föðurhlutverkið og hjónabandið, þegar hann missti tengdamóður sína á síðasta ári sem var gríðarlegt áfall, samband hans við Rúrik Gíslason og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Fleiri fréttir Harrý reiði fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Sjá meira