Ekki ljóst hvort bólusettir geti borið veiruna til landsins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2021 19:30 Sóttvarnalæknir vildi að heilbrigðisráðherra drægi til baka ákvörðun um að undanskilja þá tvöfaldri skimun á landamærunum geti þeir sýnt fram á að þeir hafi verið bólusettir við kórónuveirunni. Ekki liggi fyrir vísindalega séð hvort þeir sem eru bólusettir geti borið veiruna án þess að veikjast og þannig smitað aðra. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun reglugerð um aðgerðir á landamærunum taka gildi á föstudag og gilda til 30. apríl. Reglurnar eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Stærsta breytingin er sú að farþegar sem ætla sér til Íslands verði að geta sýnt fram á neikvætt kórónuveiruprófu sem tekið var innan 72 klukkustunda fyrir brottför. Um er að ræða svokallað PCR-próf sem einnig er beitt við skimun á landamærunum. Ráðherra sagði að þeir sem ekki geta sýnt fram á að neikvætt próf eigi ekki að fá að fara um borð í flugvél sem er á leið til Íslands. Þeir sem geta sýnt fram á neikvætt próf þurfa einnig að undirgangast tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema einni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fór fram á að sú ákvörðun yrði dregin til baka að þeir sem eru bólusettir séu undanskildir tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna til landsins. Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum til að undanskilja bólusetta frá aðgerðum á landamærum og nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir bæst við í hópinn að sögn ráðherra. Telur skynsamlegra að bíða Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki lagt slíkt til þegar sú reglugerðarbreyting tók gildi í janúar. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa fengið covid áður og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanþegnir skimun á landamærunum og það verður engin breyting á því. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn veirunni hafa verið undanskildir aðgerðum á landamærunum með reglugerð frá því í janúar. Ég vildi taka það til baka því það liggur ekki fyrir vísindalega séð hvort bólusettir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að veikjast og þannig smita aðra. Það er von á slíkum niðurstöðum á næstunni og ég held að það væri skynsamlegt að bíða eftir því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu í morgun að stjórnvöld vildu skoða málið betur og sjá hvernig baráttunni við faraldurinn framvindur áður en frekari ákvörðun verður tekin um þá sem framvísa bólusetningaskírteinum á landamærunum. Þórólfur segist hlíta ákvörðun ráðherrans. Þarf að tryggja landamærin áður en slakað er á Ekkert smit hefur greinst innanlands síðustu fjóra daga og ekkert samfélagssmit verið innanlands í 25 daga. Heilbrigðisráðherra sagðist vænta þess að fá tillögur um frekari tilslakanir frá sóttvarnalækni á næstu dögum og að mögulega yrði ráðist í tilslakanir í næstu viku. Þórólfur vill þó bíða og sjá. „Ég held að við þurfum fyrst að bíða og sjá. Vika tvö rétt að byrja frá því við slökuðum síðast á innanlands. Við þurfum að tryggja landamærin fyrst að mínu mati áður en við förum að slaka frekar á hérna innanlands. Ég ætla að sjá hvað gerist núna í þessari viku,“ segir Þórólfur. Þannig að við eigum ekki von á tillögum frá þér fyrr en í næstu viku? „Eða um helgina kannski næstu, við sjáum bara til.“ Hann segir nýju reglurnar um neikvætt PCR-próf við brottför gera það að verkum að hægt sé að tryggja eins vel og mögulegt er að kórónuveiran rati ekki inn í landið á sama tíma og verið sé að slaka á aðgerðum innanlands. „Og líka í ljósi þess að faraldurinn er í útbreiðslu erlendis og við erum að fá ný afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi. Við þurfum að halda ástandinu eins góðu innanlands þar til við náum ágætis útbreiðslu á bólusetningu innanlands.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun reglugerð um aðgerðir á landamærunum taka gildi á föstudag og gilda til 30. apríl. Reglurnar eru byggðar á tillögum sóttvarnalæknis. Stærsta breytingin er sú að farþegar sem ætla sér til Íslands verði að geta sýnt fram á neikvætt kórónuveiruprófu sem tekið var innan 72 klukkustunda fyrir brottför. Um er að ræða svokallað PCR-próf sem einnig er beitt við skimun á landamærunum. Ráðherra sagði að þeir sem ekki geta sýnt fram á að neikvætt próf eigi ekki að fá að fara um borð í flugvél sem er á leið til Íslands. Þeir sem geta sýnt fram á neikvætt próf þurfa einnig að undirgangast tvöfalda skimun og sóttkví við komuna til landsins. Heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið eftir öllum tillögum sóttvarnalæknis nema einni. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fór fram á að sú ákvörðun yrði dregin til baka að þeir sem eru bólusettir séu undanskildir tvöfaldri skimun og sóttkví við komuna til landsins. Ísland var eitt af fyrstu ríkjunum til að undanskilja bólusetta frá aðgerðum á landamærum og nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir bæst við í hópinn að sögn ráðherra. Telur skynsamlegra að bíða Sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki lagt slíkt til þegar sú reglugerðarbreyting tók gildi í janúar. „Það hefur verið þannig að þeir sem hafa fengið covid áður og geta sýnt fram á það með vottorði eru undanþegnir skimun á landamærunum og það verður engin breyting á því. Þeir sem hafa verið bólusettir gegn veirunni hafa verið undanskildir aðgerðum á landamærunum með reglugerð frá því í janúar. Ég vildi taka það til baka því það liggur ekki fyrir vísindalega séð hvort bólusettir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að veikjast og þannig smita aðra. Það er von á slíkum niðurstöðum á næstunni og ég held að það væri skynsamlegt að bíða eftir því,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Heilbrigðisráðherra sagði við fréttastofu í morgun að stjórnvöld vildu skoða málið betur og sjá hvernig baráttunni við faraldurinn framvindur áður en frekari ákvörðun verður tekin um þá sem framvísa bólusetningaskírteinum á landamærunum. Þórólfur segist hlíta ákvörðun ráðherrans. Þarf að tryggja landamærin áður en slakað er á Ekkert smit hefur greinst innanlands síðustu fjóra daga og ekkert samfélagssmit verið innanlands í 25 daga. Heilbrigðisráðherra sagðist vænta þess að fá tillögur um frekari tilslakanir frá sóttvarnalækni á næstu dögum og að mögulega yrði ráðist í tilslakanir í næstu viku. Þórólfur vill þó bíða og sjá. „Ég held að við þurfum fyrst að bíða og sjá. Vika tvö rétt að byrja frá því við slökuðum síðast á innanlands. Við þurfum að tryggja landamærin fyrst að mínu mati áður en við förum að slaka frekar á hérna innanlands. Ég ætla að sjá hvað gerist núna í þessari viku,“ segir Þórólfur. Þannig að við eigum ekki von á tillögum frá þér fyrr en í næstu viku? „Eða um helgina kannski næstu, við sjáum bara til.“ Hann segir nýju reglurnar um neikvætt PCR-próf við brottför gera það að verkum að hægt sé að tryggja eins vel og mögulegt er að kórónuveiran rati ekki inn í landið á sama tíma og verið sé að slaka á aðgerðum innanlands. „Og líka í ljósi þess að faraldurinn er í útbreiðslu erlendis og við erum að fá ný afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi. Við þurfum að halda ástandinu eins góðu innanlands þar til við náum ágætis útbreiðslu á bólusetningu innanlands.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25 Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19 Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23 Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Sjá meira
Enginn til Íslands frá og með föstudegi án neikvæðs prófs Ný reglugerð varðandi aðgerðir á landamærunum tekur gildi á föstudag. Helsta breytingin er sú að komufarþegar verða nú krafðir um svokallað PCR-próf á brottfararstað og þarf prófið að sýna neikvæða niðurstöðu varðandi kórónuveirusmit. 16. febrúar 2021 11:25
Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. 16. febrúar 2021 10:19
Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. 16. febrúar 2021 12:23
Katrín segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir einhug innan ríkisstjórnarinnar um aðgerðir á landamærunum en heilbrigðisráðherra greindi frá því eftir ríkisstjórnarfund í morgun að enginn kæmi til landsins frá og með föstudegi án þess að geta sýnt fram á neikvætt PCR-próf á brottfararstað. 16. febrúar 2021 12:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?