Hverju munar um 100.000 krónur? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. febrúar 2021 08:00 Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Við sjáum fyrir okkur stóra lottóvinninginn sem fjárhæð sem myndi gjörbreyta lífi okkar. En eins og Laddi sagði þegar hann stýrði Skrælingjalottói í Imbakassanum á sínum tíma þá vinnur aldrei neinn. Það er því ekki stóri vinningurinn sem mestu munar um en tiltölulega lítil fjárhæð getur þó haft afgerandi áhrif á fjárhag okkar, ef við beitum henni með skynsamlegum hætti. Neysluskuldir eru lúmskar Neysluskuldir köllum við þessi litlu hversdagslegu lán. Það getur sem dæmi verið yfirdráttur, greiðsludreifing í verslun, raðgreiðslur eða dreifing greiðslukortareiknings. Hvað svo sem við kjósum að kalla slíkt hafa kaup í dag sem greidd eru síðar þau áhrif að við borgum meira fyrir vörur og þjónustu en verðmiðinn segir til um. Hlutirnir fara að kosta meira en þeir eiga og þurfa að kosta. Þegar við venjum okkur á slíkt geta vaxtagreiðslur og ýmiss kostnaður með tímanum vegið ansi þungt á okkur, auk þess sem greiða þarf lánin upp fyrr eða síðar. Í slíkum aðstæðum má ekkert út af bregða í heimilisfjármálunum og komi eitthvað upp á er ef til vill ekkert í stöðunni annað en að bæta enn við skuldirnar. Þessu fylgir óöryggi og óþægilegur hnútur í maganum en ekki síst bágari fjárhagur sem versnar bara með árunum. Bara ef það væri nú hægt að draga úr þörfinni fyrir slíka skuldsetningu með einhverjum hætti. Bólusetning við neyslulánasöfnun Það segir sig sjálft að svigrúm fólks til að spara er mjög misjafnt. Margir eiga í fullu fangi með að hafa í sig og á, ekki síst í dag þegar atvinnuleysi er í met hæðum. En sé eitthvað svigrúm til staðar má freista þess að laga stöðuna með skipulögðum hætti. Fyrsta skrefið er að reyna að greiða upp þau neyslulán sem þegar hafa verið tekin, eins fljótt og kostur er. Það getur krafist fórna um skeið en kemur til með að borga sig. Því næst söfnum við í varasjóð sem haldið er aðskildum öðrum sparnaði. Þá fjármuni grípum við í ef eitthvað óvænt kemur upp á. Þetta geta sem dæmi verið 100.000 krónur eða önnur fjárhæð sem ykkur þykir líklegt að geti komið sér vel svo sem ef eitthvað bilar, skemmtileg tækifæri bjóðast eða í dýrum mánuðum á borð við desember. Þegar gengið er á varasjóðinn hefjumst við handa við að fylla hann að nýju. Þegar við temjum okkur að viðhalda slíkum varasjóði ætti tilefnum til að taka dýr neyslulán og dreifa greiðslum að geta fækkað umtalsvert, með tilheyrandi sparnaði. Þessi 100.000 króna varasparnaður getur því reynst okkur geysilega verðmætur eftir því sem árin líða. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun