Frekari tilslakanir innanlands gætu komið til í næstu viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 16. febrúar 2021 12:23 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um frekar tilslakanir innanlands. Vísir/Vilhelm Frekari tilslakanir innanlands voru ekki ræddar á ríkisstjórnarfundi í morgun að sögn Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Hún á þó von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni, sóttvarnalækni, um afléttingar innanlands á næstu dögum og að frekari tilslakanir gætu þá tekið gildi í næstu viku. „Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira
„Ég hef talað við sóttvarnalækni um það að næstu skref hljóti að koma bráðlega í tilslökunum innanlands og þær aðgerðir verða þá þær sem við búumst helst við, sem snýst um hámarksfjölda og tiltekna starfsemi og svo framvegis, eins og við höfum áður séð,“ sagði Svandís í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hvenær viljið þið að það komi til framkvæmda? „Ég geri ráð fyrir því að mér muni berast minnisblað frá sóttvarnalækni núna á allra næstu dögum þannig að ég geri ráð fyrir því að fjölmiðlar muni fá veður af því fyrr en seinna,“ sagði Svandís sem svaraði því játandi hvort þetta gæti orðið í næstu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir tíma til kominn að fara í frekari afléttingar hér innanlands. Í samtali við fréttastofu eftir ríkisstjórnarfund sagði hún aðalmálið ekki vera hvort hér væri grímuskylda eða ekki heldur að frekar væri verið að opna á ákveðna starfsemi og gera fólki kleift að afla sér tekna. „Og að almenningur finni að hann er búinn að standa sig vel og njóti góðs af því að hér hefur ekki verið samfélagssmit í 25 daga. Þær reglur sem eru í gildi núna, mér finnst kominn tími til að ræða frekari tilslakanir í þeim efnum, já,“ sagði Þórdís Kolbrún. Hún benti til að mynda á að það myndi breyta miklu ef fjöldatakmörk yrðu hækkuð úr tuttugu manns. „Það myndi rýmka fyrir ýmis konar rekstur. Við erum hérna með skíðastarfsemi, fjöll, sem eru á 25% afköstum, upp í fjalli með grímu sem ég held að væri alveg óhætt að opna frekar á. Opnunartími á veitingastöðum, sem ég veit ekkert hvort er til umræðu eða ekki, það er auðvitað töluverð hindrun fyrir þá atvinnustarfsemi og þar fram eftir götunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Erlent Fleiri fréttir Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Sjá meira