„Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2021 13:29 Unnur Eggertsdóttir horfir mjög mikið á raunveruleikaþættina The Bachelor. Vísir/vilhelm Leikkonan Unnur Eggertsdóttir hefur verið búsett í Los Angeles undanfarin ár að reyna fyrir sér í leiklistinni. Hún lék Sollu Stirðu í nokkur ár, tók þátt í Söngvakeppninni og þykir efnileg leik- og söngkona. Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira. Einkalífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Unnur hefur í raun verið föst á Íslandi í nokkra mánuði vegna heimsfaraldurs en hún ætlaði sér rétt svo að koma til landsins til að bíða af sér versta ástandið í Bandaríkjunum. Unnur heldur úti hlaðvarpi um þættina vinsælu The Bachelor en til eru nokkrar útgáfur af þáttunum. Með henni í þáttunum er Lilja Gísladóttir. „Við tökum alltaf strax upp eftir þáttinn á þriðjudögum og tölum um hvað gerðist í þættinum. Hver fór heim og hvaða drama var í gangi,“ segir Unnur. „Svo tökum við alltaf einn aukaþátt í vikunni um eitthvað allt annað umræðuefni. Um daginn vorum við að ræða um skuggahliðar raunveruleikasjónvarps. Við höfum líka tekið fyrir jákvæða líkamsmynd og fengið allskonar gesti til okkar til að tala um allskonar mál og erum byrjaðar að stækka þetta svolítið.“ Þættirnir The Bachelor eru oft á tíðum nokkuð skrautlegir og koma upp atvik og atburðarrás sem eru í raun lygileg. „Ég held að þetta sé ekki leikið en ég veit að það er vera að stjórna fólki mikið. Það eru framleiðendur á settinu sem eru bara að fokka í liðinu. Það er kannski framleiðandi í eyranu þínu allan daginn að segja hluti eins og: „það væri geðveikt nett ef þú myndir bara núna labba upp að honum og fara bara í sleik við hann og kýldu svo hinn gæjann.“ Framleiðendurnir ná að fá keppendur til að gera hvað sem er. Ég held að fólkið sem fer í þetta sé bara venjulegt en kannski með smá óöryggi, kvíða eða eitthvað af þessu sem við erum öll með og það er bara verið að juðast í því og þetta endar með því að þessar stelpur eru bara að rífast. Eins og í þessari seríu er þetta að fara rosalega mikið yfir í eineltishegðun. Þá er verið að fara yfir einhverja línu þar sem þetta er ekki lengur eitthvað fyndið drama, heldur eru þau bara kvikyndi og þetta er ljótt.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Unnur einnig um baráttu sína við áfallastreituröskun, leiklistina, nýjan skóla sem hún stofnaði seint á síðasta ári, hlaðvarp sem hún heldur úti um The Bachelor þættina, tónlistina, samband sitt við Travis, framhaldið og margt fleira.
Einkalífið Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira