Veitur auka vöktun neysluvatns í Heiðmörk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 08:26 Mælibúnaðurinn sem keyptur var mælir grugg, leiðni, sýrustig, hita og flúorinnihald með mikilli nákvæmni og miðlar gögnum ört í gegnum vefviðmót. Veitur Veitur hafa sett upp vöktunarbúnað til að vakta mögulegar breytingar á efnainnihaldi neysluvatns frá vatnstökusvæðum í Heiðmörk ef kæmi til eldgoss á Reykjanesskaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Ákvörðun um vöktunina var tekin í kjölfar fundar með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem haldinn var í febrúar í fyrra en land hafði þá tekið að rísa þegar land reis vegna kvikuinnskots nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík. Með gosi á því svæði gætu gosefni borist til höfuðborgarsvæðisins, fallið niður á vatnstökusvæðin og ógnað þannig drykkjarhæfi vatnsins. „Ákveðið var að hefja vöktunina svo skjótt sem verða mætti til þess að ákvarða betur breytileika í efnainnihaldi vatnsins eins og það er við bestu skilyrði og hafa þannig gögn til samanburðar ef/þegar af eldgosi verður. Mælibúnaðurinn sem keyptur var mælir grugg, leiðni, sýrustig, hita og flúorinnihald með mikilli nákvæmni og miðlar gögnum ört í gegnum vefviðmót. Sett voru upp tvö tæki sem vakta vatnið frá vatnstökusvæðunum í Heiðmörk; Vatnsendakrikum annars vegar og Gvendarbrunna- og Myllulækjarsvæðinu hins vegar. Jafnframt hafa Veitur útfært viðbragðs- og vöktunaráætlun til að fylgjast með öðrum þáttum er haft geta áhrif á vatnið en ekki er auðsótt að mæla í rauntíma. Með þessari nýju vöktun eru Veitur í aðstöðu til að fylgjast betur með mögulegum breytingum á efnainnihaldi neysluvatns. Markmiðið er einnig að vera í stakk búin að miðla upplýsingunum til vatnsveitna í nágrannasveitarfélögum sem að öllum líkindum myndu verða fyrir sambærilegum áhrifum af eldgosi, kæmi til þess,“ segir í tilkynningu frá Veitum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira
Ákvörðun um vöktunina var tekin í kjölfar fundar með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sem haldinn var í febrúar í fyrra en land hafði þá tekið að rísa þegar land reis vegna kvikuinnskots nærri fjallinu Þorbirni í Grindavík. Með gosi á því svæði gætu gosefni borist til höfuðborgarsvæðisins, fallið niður á vatnstökusvæðin og ógnað þannig drykkjarhæfi vatnsins. „Ákveðið var að hefja vöktunina svo skjótt sem verða mætti til þess að ákvarða betur breytileika í efnainnihaldi vatnsins eins og það er við bestu skilyrði og hafa þannig gögn til samanburðar ef/þegar af eldgosi verður. Mælibúnaðurinn sem keyptur var mælir grugg, leiðni, sýrustig, hita og flúorinnihald með mikilli nákvæmni og miðlar gögnum ört í gegnum vefviðmót. Sett voru upp tvö tæki sem vakta vatnið frá vatnstökusvæðunum í Heiðmörk; Vatnsendakrikum annars vegar og Gvendarbrunna- og Myllulækjarsvæðinu hins vegar. Jafnframt hafa Veitur útfært viðbragðs- og vöktunaráætlun til að fylgjast með öðrum þáttum er haft geta áhrif á vatnið en ekki er auðsótt að mæla í rauntíma. Með þessari nýju vöktun eru Veitur í aðstöðu til að fylgjast betur með mögulegum breytingum á efnainnihaldi neysluvatns. Markmiðið er einnig að vera í stakk búin að miðla upplýsingunum til vatnsveitna í nágrannasveitarfélögum sem að öllum líkindum myndu verða fyrir sambærilegum áhrifum af eldgosi, kæmi til þess,“ segir í tilkynningu frá Veitum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Sjá meira