Harry og Meghan rjúfa þögnina í viðtali við Opruh Winfrey Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 07:56 Meghan og Harry sjást hér á Mountbatten-tónlistarhátíðinni í mars í fyrra en skömmu síðar losnuðu þau undan öllum sínum konunglegu skyldum. Getty/Simon Dawson Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex, munu í næsta mánuði setjast niður með bandaríska þáttastjórnandanum Opruh Winfrey og veita sitt fyrsta viðtal eftir að þau létu af öllum konunglegum skyldum í mars í fyrra. Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið. Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira
Hjónin tilkynntu á sunnudaginn að þau ættu von á sínu öðru barni en fyrr í vetur greindi Meghan frá því að þau hefðu misst fóstur síðastliðið sumar. Það var í byrjun janúar í fyrra sem Harry og Meghan greindu frá þeirri ákvörðun sinni að segja sig frá öllum konunglegum skyldum og lifa fjárhagslega sjálfstæðu lífi, án þess að þiggja greiðslur frá bresku konungsfjölskyldunni. Þau fluttu í kjölfarið til Kaliforníu. Viðtal Opruh við hjónin, sem sýnt verður 7. mars, ber yfirskriftina Oprah with Meghan and Harry: A CBS Primetime Special. CBS-sjónvarpsstöðin lýsir viðtalinu sem nánu samtali. Fyrst muni þær Winfrey og Meghan ræða saman og síðan muni Harry koma í viðtalið. Winfrey er vinkona Meghan og var meðal annars í brúðkaupi hjónanna vorið 2018. Á þeim tíma voru uppi vangaveltur um að hún myndi taka viðtal við þau. Að því er fram kemur í frétt Guardian um viðtalið segir að ekki sé ljóst hvort Meghan og Harry létu konungsfjölskylduna vita af viðtalinu en þar sem þau sinna engum störfum fyrir fjölskylduna ber þeim ekki skylda til að láta vita af því þegar þau koma fram í fjölmiðlum. Buckingham-höll neitaði að tjá sig um málið.
Kóngafólk Bretland Bandaríkin Fjölmiðlar Harry og Meghan Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fleiri fréttir Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Sjá meira