Til marks um „annan veruleika“ ef um uppgjör var að ræða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 20:34 Karl Steinar segir mikilvægt að málið sé rannsakað til hlítar áður en ályktanir eru dregnar. Vísir/Samsett Ef rannsókn leiðir í ljós að manndrápið við Rauðagerði um helgina tengist uppgjöri eða átökum í undirheimum eru það verulega alvarleg tíðindi og til marks um eitthvað sem ekki hefur tilheyrt íslenskum veruleika til þessa, að mati yfirlögregluþjóns. Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar. Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Karl Steinar Valsson er yfirlögregluþjónn á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra en sviðið aðstoðar lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Eins og fram hefur komið hefur einn maður verið handtekinn vegna málsins og annars er leitað. „Það eru náttúrulega alvarleg tíðindi ef rétt reynist og er eitt af því sem rannsóknin hlýtur að beinast að, að átta sig á því hver er ástæðan fyrir því að þessi atburðarás átti sér stað,“ segir Karl Steinar í samtali við fréttastofu. Ef rétt reynist að um uppgjör innan undirheima sé að ræða, sé það eitthvað sem ekki hafi áður sést hér á landi með þeim hætti sem um ræðir. „Þess vegna skipta máli nokkrar spurningar áður en menn fara að draga of miklar ályktanir. Það er í fyrsta lagi hvort þetta sé uppgjör í þessum heimi. Í öðru lagi hvers eðlis það er. Það er þekkt, ef við horfum til Norðurlanda, það hefur verið talsvert um tilvik þar sem er ofbeldisbeiting milli hópa og innan hópanna, og því miður einnig tilvik þar sem borgarar lenda inni í slíkri atburðarás,“ segir Karl Steinar. Mikilvægt sé að leiða í ljós nákvæmlega hvers eðlis málið sé. Karl Steinar Valsson hefur störf í nýju embætti um áramótin.Lögreglan Hann segist þá ekki geta sagt til um hvaða breytingar lögregla þyrfti að gera á sínum starfsháttum, ef útlit væri fyrir að harka væri farin að færast í samskipti milli hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Fyrst þurfi að gaumgæfa hvernig málið er vaxið. „Það er svo margt sem þarf að skoða í því samhengi. Það er svolítið annar veruleiki en við höfum verið að horfa á, ef rétt reynist. En auðvitað þurfum við kannski fyrst að leiða þetta almennilega í ljós áður en menn fara í næstu skref, því þau geta tekið talsvert mið af því hvers eðlis þetta er,“ segir Karl Steinar.
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40 Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31 Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnast Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögregluþjónn, telur að þjálfa þurfi almenna lögreglumenn til að vopnbúast ef þörf er á. Þessa skoðun sína setur hann í samhengi við manndráp við Rauðagerði í Reykjavík um helgina. 15. febrúar 2021 18:40
Meðal annars skotinn í höfuðið Karlmaður á fertugsaldri var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um aðild að manndrápi við Rauðagerði í fyrrinótt. Heimildir fréttastofu herma að maðurinn sem hinn handtekni er grunaður um að hafa myrt hafi verið skotinn nokkrum sinnum, meðal annars í höfuðið. 15. febrúar 2021 11:31
Í gæsluvarðhaldi til 19. febrúar vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fertugsaldri var í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna, að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um miðnætti í gærkvöldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 14. febrúar 2021 23:40