„Ég er mjög fúll. Þetta var ömurleg frammistaða hjá okkur í kvöld og okkur ekki til sóma,“ sagði Snorri við Vísi eftir leikinn í Origo-höllinni.
Valur var í eltingarleik allan tímann og í hálfleik munaði sex mörkum á liðunum, 12-18.
„Við ætluðum að sýna karakter, baráttu og vilja til að snúa þessu við í seinni hálfleik. Það glitti aðeins í það en Stjarnan var mikið betri og þetta var mjög verðskuldaður sigur,“ sagði Snorri sem fannst sínir menn aldrei líklegir til að koma til baka í leiknum.
Næsti leikur Vals er gegn KA á Akureyri á fimmtudaginn kemur. Snorra finnst það ekkert sérstaklega jákvætt að svona stutt sé í næsta leik.
„Það er leikur á fimmtudaginn og við þurfum bara að nýta tímann fram að því og sýna töluvert betri frammistöðu,“ sagði Snorri.
Fjóra sterka leikmenn vantar í lið Vals, þá Agnar Smára Jónsson, Róbert Aron Hostert, Tjörva Tý Gíslason og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Snorra finnst ólíklegt að einhver þeirra verði með gegn KA.
„Ég á ekki von á því og það er ekki að fara að bjarga neinu eða neinu,“ sagði Snorri að lokum.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.